Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 17. febrúar 2023 14:58
Elvar Geir Magnússon
Víkingur setti inn markvörð sem ekki var á skýrslu
Jochum kom inn af bekknum.
Jochum kom inn af bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum í gær en líklega verður þeim úrslitum breytt í 3-0 sigur Stjörnunnar þar sem ungur markvörður kom inn hjá Víkingi sem ekki var skráður á skýrslu.

Jochum Magnússon kom inn þegar Ingvar Jónsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla, en þá var staðan 1-1. Jochum er aðeins 15 ára gamall, fæddur 2007, og hlaut þessi ungi og efnilegi markmaður þarna flotta reynslu með því að spila í um hálftíma.

Uggi Jóhann Auðunsson var skráður sem varamarkvörður og samkvæmt skýrslunni kom hann inn af bekknum en það er ekki rétt.

Ingvar gerði stór mistök sem Stjarnan nýtti sér og jafnaði 1-1 á 48. mínútu. Ingvar var að bakka og féll en Ísak Andri Sigurgeirsson nýtti sér mistökin og skoraði í tómt markið.

Ingvar meiddist við þetta. Hann reyndi að halda áfram en þurfti að fara af vell á 61. mínútu.

Helgi Guðjónsson skoraði sigurmarkið fyrir Víking á 81. mínútu og 2-1 enduðu leikar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner