Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 13:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benedikt Warén skoraði í æfingaleik Stjörnunnar og OB
Benedikt á skotskónum.
Benedikt á skotskónum.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan er sem stendur í æfingaferð á Spáni og mætti þar danska liðinu OB í æfingaleik í gær.

Lokatölur í leiknum urðu 1-2 danska liðinu í vil.

Staðan í hálfleik var 1-1 og það var Benedikt Warén, sem Stjarnan keypti frá Vestra í desember, sem skoraði mark Stjörnunnar. OB skoraði svo eina mark seinni hálfleiksins.

Byrjunarlið Stjörnunnar:
Árni Snær Ólafsson (m), Heiðar Ægisson, Örvar Logi Örvarsson, Sindri Þór Ingimarsson, Guðmundur Kristjánsson (f), Kjartan Már Kjartansson, Daníel Finns Matthíasson, Samúel Kári Friðjónsson, Örvar Eggertsson, Benedikt V. Warén, Andri Rúnar Bjarnason.

Stjarnan endaði í 4. sæti Bestu deildarinnar í fyrra. Í byrjunarliðinu voru þrír leikmenn sem komu í vetur; Samúel Kári, Benedikt og Andri Rúnar.

Stjarnan leikur sinn fyrsta leik í Bestu deildinni 7. apríl á heimavelli gegn FH.

Athugasemdir
banner
banner
banner