Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   mán 17. febrúar 2025 22:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Varamennirnir sáu um svakalega endurkomu Leeds
Pascal Struijk (t.v.)
Pascal Struijk (t.v.)
Mynd: EPA
Leeds 2 - 1 Sunderland
0-1 Wilson Isidor ('32 )
1-1 Pascal Struijk ('78 )
2-1 Pascal Struijk ('90 )

Leeds er með tveggja stiga forystu á toppi Championship deildarinnar eftir dramatískan sigur á Sunderland í kvöld.

Wilson Isidor kom Sunderland yfir þvert gegn gangi leiksins þegar hann lék á Ethan Ampadu og skaut framhjá Illan Meslier og boltinn fór í stöngina og inn.

Pascal Struijk og Joe Rothwell komu inn á hjá Leeds á 72. mínútu. Struijk jafnaði metin sex mínútum síðar þegar hann skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Rothwell.

Það var síðan á lokasekúndum leiksins sem Rothwell átti fyrirgjöf eftir að leikmenn Sunderland áttu í vandræðum með að koma boltanum frá. Aftur var Struijk mættur og skallaði boltann í netið og tryggði liðinu dramatískan sigur.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 14 9 4 1 39 13 +26 31
2 Stoke City 14 8 3 3 21 9 +12 27
3 Middlesbrough 14 7 5 2 17 12 +5 26
4 Preston NE 14 7 4 3 19 13 +6 25
5 Millwall 14 7 3 4 16 19 -3 24
6 Charlton Athletic 14 6 5 3 16 11 +5 23
7 Bristol City 14 6 4 4 21 17 +4 22
8 Hull City 14 6 4 4 23 22 +1 22
9 Birmingham 14 6 3 5 19 15 +4 21
10 Ipswich Town 13 5 5 3 22 15 +7 20
11 Derby County 14 5 5 4 18 18 0 20
12 Watford 14 5 4 5 18 17 +1 19
13 Leicester 14 4 6 4 16 15 +1 18
14 Wrexham 14 4 6 4 19 19 0 18
15 West Brom 14 5 3 6 12 15 -3 18
16 QPR 14 5 3 6 17 23 -6 18
17 Swansea 14 4 5 5 14 15 -1 17
18 Blackburn 13 5 1 7 13 17 -4 16
19 Southampton 14 3 6 5 15 20 -5 15
20 Portsmouth 14 3 5 6 10 17 -7 14
21 Oxford United 14 3 4 7 15 20 -5 13
22 Norwich 14 2 3 9 13 21 -8 9
23 Sheffield Utd 14 3 0 11 11 26 -15 9
24 Sheff Wed 14 1 5 8 11 26 -15 -4
Athugasemdir