Kjartan Kári Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH. Þessi tíðindi berast í kjölfarið á því að Víkingur og Valur hafa reynt að kaupa hann til sín í vetur.
Víkingur reyndi að minnsta kosti í tvígang að fá Kjartan í sínar raðir en FH hafnaði báðum tilboðum. Valur fékk þá samþykkt tilboð en Kjartan Kári valdi frekar að vera áfram í Kaplakrika.
Víkingur reyndi að minnsta kosti í tvígang að fá Kjartan í sínar raðir en FH hafnaði báðum tilboðum. Valur fékk þá samþykkt tilboð en Kjartan Kári valdi frekar að vera áfram í Kaplakrika.
Kjartan Kári er kantmaður, fæddur árið 2003, sem kom fyrst til FH fyrir tímabilið 2023, þá á láni frá norska félaginu Haugesund.
Hann átti mjög gott tímabil með FH í fyrra og er nú samningsbundinn út tímabilið 2027. Fyrri samningur hefði runnið út í lok tímabils 2026.
Athugasemdir