Kjartan Kári Halldórsson hafnaði í síðustu viku tilboði Vals og ákvað að vera áfram hjá FH eftir að Valur hafði fengið samþykkt tilboð í kantmanninn. Kjartan Kári er lykilmaður í liði FH og var sennilega besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili.
Hann er kantmaður sem fæddur er árið 2003 og setur klárlega stefnuna á að fara aftur út í atvinnumennsku. Hann fór til Haugesund eftir tímabilið 2022 hjá Gróttu en kom fljótlega til FH á láni og Fimleikafélagið keypti hann svo eftir tímabilið 2023.
Ákvörðun Kjartans Kára að vera áfram í FH var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.
Hann er kantmaður sem fæddur er árið 2003 og setur klárlega stefnuna á að fara aftur út í atvinnumennsku. Hann fór til Haugesund eftir tímabilið 2022 hjá Gróttu en kom fljótlega til FH á láni og Fimleikafélagið keypti hann svo eftir tímabilið 2023.
Ákvörðun Kjartans Kára að vera áfram í FH var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.
„Ef einhver ætlar að segja mér það að Víkingur sé ekki búinn að heyra í Kjartani Kára og segja við hann að þeir ætli að taka hann ef og þegar Ari fer út, þá skal ég hundur heita," sagði Valur Gunnarsson í þættinum.
„Ég hef ekkert fyrir mér í þessu, en ég sem aðdáandi deildarinnar finnst þetta augljóst," bætti Valur við. Víkingur hefur í tvígang reynt að kaupa Kjartan en báðum tilboðum hefur verið hafnað af FH. Ari Sigurpálsson er sterklega orðaður við atvinnumennsku og taldar góðar líkur á því að Víkingur jafni tilboð Vals í Kjartan og reyni að lokka hann í Víkina.
„Hann er langbestur í FH, en ef hann fer eitthvert annað þá er leiðin á bekkinn miklu, miklu styttri. Kannski er Kjartan að hugsa að hann ætli sér að fara út í atvinnumennsku, þurfi ekki að vinna neitt rosalega marga leiki á þessu tímabili, en þurfi að vera aðalmaðurinn. Ef hann færi í Víking þá gæti verðmiðinn á honum fyrir erlend félög hækkað. Erlendu félögin vita að þau geta borgað það sem Valur bauð til að fá hann í júní," sagði Sæbjörn Steinke.
Athugasemdir