Stjórnendur brasíliska fótboltasambandsins virðast vera nokkuð bjartsýnir á að ráða Carlo Ancelotti þjálfara Real Madrid til sín eftir tapleiki gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Arsenal vann 3-0 á heimavelli og sigraði svo óvænt á útivelli í gærkvöldi. Samanlagt 5-1 fyrir Arsenal.
Sky Sports greinir frá því að Diego Fernandes, viðskiptajöfur frá Brasilíu, sé að gera sitt besta til að hjálpa brasilíska sambandinu að sannfæra Ancelotti um að taka við.
Fernandes hefur góð tengsl við starfsteymi Ancelotti og brasilíska fótboltasambandið. Hann vill nýta þau tengsl til að tryggja að Ancelotti taki við stjórnartaumum landsliðsins.
Hinn 65 ára gamli Ancelotti hefur áður sagst hafa áhuga á að taka við landsliði Brasilíu enda á hann í mjög góðu sambandi við marga leikmenn liðsins, sérstaklega þá sem leika fyrir Real Madrid.
Athugasemdir