Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Erfitt að ganga frá kaupum á Rashford
Mynd: EPA
Unai Emery þjálfari Aston Villa er afar hrifinn af sóknarleikmanninum Marcus Rashford sem hefur verið í miklu stuði frá komu sinni til Aston Villa í janúar.

Rashford kom til Villa á lánssamningi frá Manchester United og átti mjög góðan leik gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudagskvöldið.

Aston Villa komst nálægt því að knýja viðureignina við PSG í framlengingu en tókst það ekki að lokum.

„Það verður erfitt að kaupa hann í sumar. Honum líður vel hérna og er að spila frábærlega með okkur. Við viljum leikmanninn en svona stór félagaskipti fara mikið eftir aðstæðum hverju sinni," sagði Emery um framtíð Rashford.

„Hvar við endum á stöðutöflunni er meðal áhrifaþátta fyrir möguleg félagaskipti."

Rashford er hjá Villa á lánssamningi sem inniheldur 40 milljón punda kaupákvæði.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 32 23 7 2 74 31 +43 76
2 Arsenal 32 17 12 3 57 27 +30 63
3 Newcastle 32 18 5 9 61 40 +21 59
4 Nott. Forest 32 17 6 9 51 38 +13 57
5 Man City 32 16 7 9 62 42 +20 55
6 Chelsea 32 15 9 8 56 39 +17 54
7 Aston Villa 32 15 9 8 49 46 +3 54
8 Bournemouth 32 13 9 10 52 40 +12 48
9 Fulham 32 13 9 10 47 43 +4 48
10 Brighton 32 12 12 8 51 49 +2 48
11 Brentford 32 12 7 13 52 48 +4 43
12 Crystal Palace 32 11 10 11 41 45 -4 43
13 Everton 32 8 14 10 34 38 -4 38
14 Man Utd 32 10 8 14 38 45 -7 38
15 Tottenham 32 11 4 17 60 49 +11 37
16 Wolves 32 10 5 17 47 61 -14 35
17 West Ham 32 9 8 15 36 54 -18 35
18 Ipswich Town 32 4 9 19 33 67 -34 21
19 Leicester 32 4 6 22 27 72 -45 18
20 Southampton 32 2 4 26 23 77 -54 10
Athugasemdir
banner