Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   fim 17. apríl 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fara af stað
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
32-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum hefjast í dag. Bestu deildarliðin hefja keppni.

Stærsti leikur dagsins er án efa þegar ÍBV fær Víking í heimsókn en Víkingur tapaði i úrslitaleik keppninnar gegn KA í fyrra en vann keppnina árið þar áður. ÍBV er nýliði í Bestu deildinni en liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar þar sem Víkingur hafði betur.

Þá er Lengjudeildarslagur þar sem Keflavík fær Leikni í heimsókn. Leiknir tapaði í 2. umferð í fyrra gegn Aftureldingu en Keflavík fór alla leið í 8-liða úrslit þar sem liðið tapaði gegn Val. Afturelding fær Hött/Huginn í heimsókn. Fylkir heimsækir Kára og Víkingur Ó og Úlfarnir mætast.

Þá er einn leikur í fyrstu umferð Mjólkurbikars kvenna.

fimmtudagur 17. apríl

Mjólkurbikar karla
14:00 Keflavík-Leiknir R. (Nettóhöllin-gervigras)
14:00 Afturelding-Höttur/Huginn (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Kári-Fylkir (Akraneshöllin)
14:00 Víkingur Ó.-Úlfarnir (Ólafsvíkurvöllur)
16:00 ÍBV-Víkingur R. (Þórsvöllur Vey)

Mjólkurbikar kvenna
13:00 ÍH-Grótta (Skessan)
Athugasemdir
banner
banner