Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. maí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar segir Óskar þurfa að kyngja stoltinu - „Algjör skandall"
Óskar Hrafn á hliðarlínunni í gær
Óskar Hrafn á hliðarlínunni í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir mark númer tvö hjá Víkingi
Eftir mark númer tvö hjá Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikstíll Breiðabliks og stigasöfnun liðsins var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals, Breiðabliks og Fylkis, var annar af sérfræðngum Hjörvars Hafliðasonar í þættinum. Arnar skipti yfir í Fylki á gluggadeginum en er ekki samningsbundinn félaginu. (Uppfært 15:48)

Breiðablik er með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Liðið tapaði 3-0 gegn Víkingi í gær.

Liðið hefur verið með mjög einkennandi leikstíl þar sem liðið vill halda boltanum og spilað er út frá markmanni, að margra mati stundum full djarft.

„Blikar eru búnir að breyta spilamennsku sinni, við sáum nokkur skipti þar sem markmaðurinn (Anton Ari Einarsson) blastaði boltanum upp eftir," sagði Hjörvar.

„Akkúrat og þar erum við kannski að sjá veikleikamerki á fótboltanum sem átti að presentera. Hann er ekki sterkari en það að eftir þrjár umferðir af Íslandsmótinu eru þeir komnir út úr þessu kerfi sínu en samt að halda í það. Þetta er svona slepptu mér haltu mér," sagði Arnar.

„Nú þarf Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks) að kyngja stoltinu. Hann þarf að fara spila eðlilegan fótbolta með þetta lið, því þetta er hörkulið. Það er algjör skandall að ná ekki betri árangri en hann er að ná. Að vera með fjögur stig eftir fjórar umferðir, með þetta lið, með allt sem hann hefur, leikmenn að æfa í hádeginu eins og hjá atvinnumannaklúbbi, það er ekki hægt að kvarta yfir neinu," sagði Arnar.

Næsti leikur gegn Breiðabliks er gegn Stjörnunni á föstudag.

Sjá einnig:
Vantar Blika óþolandi leikmenn? - „Ótrúlega bitlaust"


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner