Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. maí 2022 11:23
Elvar Geir Magnússon
„Okkur óskiljanlegt að skráður leikmaður hjá Skallagrími skuli dæma leik hjá liðinu"
Úr leik hjá Skallagrími í fyrra.
Úr leik hjá Skallagrími í fyrra.
Mynd: Hanna Símonardóttir
Fótbolti.net fjallaði um það í morgun að skráður leikmaður Skallagríms dæmdi leik liðsins gegn Árbæ í 4. deildinni í gær. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Skallagrími en Árbæingar voru ósáttir við dómgæsluna í leiknum.

Skallagrímur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið furðar sig á því að KSÍ hafi látið umræddan dómara, Davíð Guðmundsson, dæma leikinn.

Fótbolti.net hefur fengið skjáskot sem sýna að Davíð er með mjög sterkar taugar til Skallagríms eftir að hafa spilað fyrir liðið og verið virkur að tjá sig um félagið á samfélagsmiðlum.

Hann lék fjóra leiki með Skallagrími í deild og bikar í fyrra og er skráður í félagið.

Tilkynning frá Knattspyrnudeild Skallagríms

Vegna fréttar á vefmiðlinum Fótbolti.net undir fyrirsögninni „Alvöru fíaskó í Borgarnesi“ vill Knattspyrnudeild Skallagríms árétta að það er KSÍ sem raðar dómurum niður á leiki. Það er okkur óskiljanlegt að dómari sem er skráður leikmaður hjá Skallagrími skuli dæma leiki hjá liðinu.

Það er hins vegar rétt að geta þess að þó svo að dómarinn sé skráður leikmaður hjá Skallagrími þá hefur hann lagt skóna á hilluna og er í dag búsettur í Snæfellsbæ.

Í þessum leik eins og mörgum öðrum komu upp tilvik þar sem deila má um hvort dómari eða aðstoðardómarar hafi tekið rétt ákvörðun. Við trúum því hins vegar að dómaratríóið hafi lagt sig fram og gert sitt besta til þess að annars ágætur fótboltaleikur gengi vel fyrir sig.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner