Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Alvöru fíaskó í Borgarnesi - „Dæmdi leikmaður Skallagríms leikinn?"
Úr leik Skallagríms á síðasta ári
Úr leik Skallagríms á síðasta ári
Mynd: Hanna Símonardóttir
Nik Anthony Chamberlain skoraði þrennu fyrir SR
Nik Anthony Chamberlain skoraði þrennu fyrir SR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikil og fyrst og fremst undarleg dramatík í Borgarnesi í gær er Skallagrímur vann Árbæ 4-2 í A-riðli 4. deildar karla. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari kvennaliðs Þróttar í Bestu deildinni, skoraði þá þrennu fyrir SR í ellefu marka sigri.

Í Borgarnesi áttu sér stað furðulegir hlutir. Davíð Guðmundsson, leikmaður Skallagríms, dæmdi leik liðsins við Árbæ. Leiknum lauk með 4-2 sigri heimamanna en eitthvað var um óvenjulegar ákvarðanir í leiknum.

Knattspyrnufélagið Árbær birti mynd af Eiði Snæ Unnarssyni, leikmanni liðsins, á Twitter (sjá neðar í fréttinni). Hann sést þar með ljótt glóðurauga eftir olnbogaskot en dómari leiksins ætlaði í fyrstu að dæma vítaspyrnu á hann áður en aðstoðardómararnir sannfærðu hann um annað. Samkvæmt félaginu er málið í vinnslu.

„Þakkir til aðstoðardómaranna fyrir að taka nokkrar mínútur í að sannfæra aðaldómara um að breyta vítaspyrnu fyrir Skallagrím yfir í verðskuldaða aukaspyrnu fyrir okkur eftir olnbogaskot í andlitið. Meira tjáum við okkur ekki um dómgæsluna í leiknum í bili. Málið er í vinnslu," segir í stuttri yfirlýsingu félagsins á Twitter.

Árbæingar eru greinilega ekki ánægðir með þessa niðurröðun KSÍ en Fótbolti.net hefur fengið skjáskot sem sýna að Davíð dómari er með mjög sterkar taugar til Skallagríms eftir að hafa spilað fyrir liðið og verið virkur að tjá sig um félagið á samfélagsmiðlum.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða í A-riðlinum en auk þess var spilað í B-riðli. Nik Anthony, þjálfari kvennaliðs Þróttar, skoraði þrennu fyrir SR í 11-0 sigri á Afríku. Aron Hólm Júlíusson gerði þá einnig þrennu er KÁ vann Stokkseyri, 5-1.

Úrslit og markaskorarar:

A-riðill:

Skallagrímur 4 - 2 Árbær
0-1 Hjalti Kárason Djuurhus ('6 )
1-1 Davíð Freyr Bjarnason ('21 )
2-1 Númi Steinn Hallgrímsson ('42, sjálfsmark )
3-1 Elís Dofri G Gylfason ('58 )
3-2 Pape Mamadou Faye ('62, víti )
4-2 Sergio Fuentes Jorda ('83 )

B-riðill:

KÁ 5 - 1 Stokkseyri
1-0 Aron Hólm Júlíusson ('17 )
1-1 Örvar Hugason ('22 )
2-1 Aron Hólm Júlíusson ('45 )
3-1 Aron Hólm Júlíusson ('55 )
4-1 Sindri Hrafn Jónsson ('57 )
5-1 Luis Lucas António Cabambe ('80 )

SR 11 - 0 Afríka
1-0 Aron Dagur Heiðarsson ('9 )
2-0 Tóbías Ingvarsson ('20 )
3-0 Jón Konráð Guðbergsson ('26 )
4-0 Tóbías Ingvarsson ('30 )
5-0 Sigurður Sigurðsson ('35 )
6-0 Jón Konráð Guðbergsson ('52 )
7-0 Róbert Orri Ragnarsson ('54 )
8-0 Tóbías Ingvarsson ('61 )
9-0 Nik Anthony Chamberlain ('67 )
10-0 Nik Anthony Chamberlain ('90 )
11-0 Nik Anthony Chamberlain ('90 )




Athugasemdir
banner
banner
banner