Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mið 17. maí 2023 14:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áfall fyrir meistarana - Tímabilið líklega búið hjá Hönnu Kallmaier
Hanna Kallmaier.
Hanna Kallmaier.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hanna Kallmaier, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Vals, meiddist illa seint í leik gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í gær. Hanna meiddist eftir tæplega 80 mínútna leik og var borin af velli fimm mínútum seinna.

Hanna fór beint upp á sjúkrahús en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er tímabilinu að öllum líkindum lokið hjá henni.

Það er útlit fyrir að Hanna sé með slitið krossband og að hún hafi einnig slitið liðband í hnénu.

Hanna er Þjóðverji, hún er 29 ára gömul og gekk í raðir Vals frá ÍBV í vetur.

Hún kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2020 og lék alls 62 leiki í öllum keppnum fyrir ÍBV áður en hún gekk í raðir Vals. Hún var búin að vera í byrjunarliði Íslands- og bikarmeistaranna í fyrstu fjórum umferðunum.

Það er mikið áfall fyrir Val að missa hana þar sem hún hafði byrjað fyrstu fjóra deildarleiki liðsins á tímabilinu. Breiddin hjá Val er ekki sú mesta en liðið er með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina.

Sjá einnig:
Hanna Kallmaier fór með sjúkrabíl vegna hnémeiðsla - „Þetta leit ekki vel út"
Athugasemdir
banner
banner
banner