mið 17. júní 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Best í 1. umferð: Markmiðið að blanda okkur í toppbaráttu
Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Katla María Þórðardóttir.
Katla María Þórðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
.,Tilfininginn var mjög góð, gott að byrja deildina á sigri og fá að sýna að við ætlum okkur að taka þátt í toppbaráttunni," segir Katla María Þórðardóttir, varnarmaður Fylkis, en hún er leikmaður 1. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna á Fótbolta.net.

Katla átti frábæran dag í vörninni þegar Fyklir byrjaði mótið af krafti með 1-0 heimasigri gegn Selfyssingum á laugardaginn.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við ætluðum okkur ekkert annað en sigur í þessum leik þar sem við erum búin að setja markmiðið hátt sem lið og var því mjög mikilvægt að stela þessum þremur stigum af Selfyssingum."

Hin 19 ára gamla Katla María gekk til liðs við Fylki síðastliðinn vetur eftir að hafa leikið með Keflavík undanfarin ár.

„Mér leist bara mjög vel á þjálfarateymið og hópinn, þetta er mjög ungur og efnilegur hópur og svo er umgjörðin mjög góð hjá Fylkismönnum," sagði Katla en hvert er markmið Fylkis í sumar?

„Ég hef mikla trú á liðinu og er markiðið okkar að sjálfsögðu að blanda okkur í toppbaráttuna og spila skemmtilegan fótbolta," sagði Katla.

Íris, tvíburasystir Kötlu, gekk einnig til liðs við Fylki í vetur og spilaði með liðinu á laugardaginn. „Ég þekki ekki annað en að spila með henni, ég held ég hafi ekki spilað fótbolta leik án hennar þannig að ég er bara mjög ánægð með að Íris skyldi velja Fylki líka," sagði Katla.

Það er skammt stórra högga á milli í Pepsi Max-deild kvenna en næsti leikur liðsins er gegn KR á morgun. „Ég er mjög spennt að mæta KR á fimmtudaginn, það er alltaf gaman að mæta á Meistaravelli og spila við KR -inga og býst ég við hörku leik," sagði Katla að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner