Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Lobotka og Kanté skinu í fyrstu umferð
Mynd: EPA
Mynd: FIFA
Frakkland og Slóvakía unnu leiki sína í fyrstu umferð Evrópumótsins í dag og hefur Eurosport gefið leikmönnum einkunnir.

Lukas Haraslin og Stanislav Lobotka voru bestu leikmenn vallarins er Slóvakía vann afar óvæntan sigur gegn Belgíu í dag. Lobotka var valinn besti leikmaður vallarins af tæknilegri nefnd UEFA á meðan Haraslin var valinn bestur á Eurosport.

Haraslin fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt, alveg eins og varnarmennirnir Denis Vavro, Milan Skriniar og David Hancko. Robert Bozenik fékk einnig 8 fyrir sinn þátt í sigrinum.

Loïs Openda kom inn af bekknum í liði Belga og var hann besti leikmaður liðsins með 7 í einkunn. Allir aðrir leikmenn Belgíu fá ýmist 5 eða 6 fyrir sinn þátt, þrátt fyrir að hafa skapað mikið af færum sem fóru forgörðum og skorað tvö mörk sem voru afar óheppilega dæmd ógild.

Théo Hernandez var þá valinn bestur af Eurosport í 1-0 sigri Frakka, á meðan tæknileg nefnd UEFA kaus N'Golo Kanté sem besta leikmann vallarins.

Í einkunnagjöf Eurosport voru Hernandez og Kante einu leikmenn vallarins sem fengu 8 í einkunn. Florian Grillitsch var verstur á vellinum og fékk hann 5 fyrir sinn þátt.

Belgía: Casteels 6, Castagne 5, Faes 6, Debast 6, Carrasco 5, Mangala 5, Onana 5, Trossard 5, De Bruyne 6, Doku 5, Lukaku 5
Varamenn: Bakayoko 6, Tielemans 6, Openda 7, Lukebakio 6.

Slóvakía: Dubravka 7, Pekalik 7, Vavro 8, Skriniar 8, Hancko 8, Kucka 7, Lobotka 7, Duda 7, Schranz 7, Bozenik 8, Harslin 8.
Varamenn: Strelec 6, Suslov 6, Duris 6, Obert 6.



Austurríki: Pentz 7; Posch 6, Danso 7, Wober 6, Mwene 7; Laimer 7, Seiwald 6, Sabitzer 6, Grillitsch 5, Baumgartner 7; Gregoritsch 6.
Varamenn: Wimmer 7, Arnautovic 6, Trauner 6

Frakkland: Maignan 6; Kounde 7, Saliba 7, Upamecano 7, T.Hernandez 8; Dembele 6, Kante 8, Griezmann 6, Rabiot 6, Thuram 6; Mbappe 7.
Varamenn: Kolo Muani 6, Camavinga 6
Athugasemdir
banner
banner
banner