Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu sjálfsmarkið sem tryggði sigur Frakka
Max Wöber miður sín eftir leikinn.
Max Wöber miður sín eftir leikinn.
Mynd: Getty Images
Frakkland og Austurríki áttust við í fyrstu umferð Evrópumótsins í kvöld og ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik.

Austurríkismenn fengu besta færið en Frakkar skoruðu það sem reyndist vera eina mark leiksins á 38. mínútu.

Maximilian Wöber varð þá fyrir þeirri óheppni að skalla boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Kylian Mbappé.

Frakkar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og óheppnir að bæta ekki marki við sigurinn. Það stafaði lítil sem engin ógn af Austurríkismönnum sem komust þó nokkrum sinnum í álitlegar sóknarstöður án þess að takast að skapa mikla hættu.

Frakkar spila næst toppslag við Hollendinga á meðan Austurríki mætir Póllandi.


Athugasemdir
banner