Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 17. ágúst 2020 19:37
Brynjar Ingi Erluson
Almannavarnir ráða Gunnar Gylfason til að aðstoða við sóttvarnir
Gunnar Gylfason
Gunnar Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Gylfason, fyrrum starfsmaður KSÍ, hefur verið ráðinn af Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann mun aðstoða við sóttvarnir. Þetta kemur fram á mbl.is.

Gunnar gegndi mikilvægu starfi innan KSÍ síðustu áratugi en hann kom að framkvæmd leikja auk þess sem hann starfaði sem fjölmiðlafulltrúi sambandsins hér áður fyrr.

Þá gegndi hann stóri hlutverki hjá sambandinu á EM 2016 og HM 2018.

Hann hefur nú verið ráðinn af Almannavörnum til að aðstoða við sóttvarnir.

Gunnar mun aðstoða Almannavarnir með keppnisferðir íslenskra liða erlendis í forkeppnum í Meistara- og Evrópudeildinni en þetta staðfesti samskiptastjóri Almannavarna í samtali við mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner