Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   fim 17. september 2020 12:46
Magnús Már Einarsson
Flick staðfestir að Thiago fari til Liverpool
Mynd: Sjónvarp Símans
Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, hefur staðfest að Thiago Alcantara sé á leið til Liverpool.

Liverpool er að kaupa Thiago á tuttugu milljónir punda en fimm milljónir punda gætu bæst við í bónusgreiðslum.

Thiago mun skrifa undir fjögurra ára samning við Liverpool.

„Thiago var framúrskarandi leikmaður fyrir okkur í sjö ár hjá Baern Munchen. Það var gaman að vinna með honum," sagði Flick.

„Ég óska Jurgen Klopp til hamingju. Hann fær topp leikmann og stórkostlegan einstakling til sín."
Athugasemdir