Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 17. september 2020 12:46
Magnús Már Einarsson
Flick staðfestir að Thiago fari til Liverpool
Mynd: Sjónvarp Símans
Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, hefur staðfest að Thiago Alcantara sé á leið til Liverpool.

Liverpool er að kaupa Thiago á tuttugu milljónir punda en fimm milljónir punda gætu bæst við í bónusgreiðslum.

Thiago mun skrifa undir fjögurra ára samning við Liverpool.

„Thiago var framúrskarandi leikmaður fyrir okkur í sjö ár hjá Baern Munchen. Það var gaman að vinna með honum," sagði Flick.

„Ég óska Jurgen Klopp til hamingju. Hann fær topp leikmann og stórkostlegan einstakling til sín."
Athugasemdir
banner
banner