Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. september 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino gagnrýnir Amazon heimildaþættina
Pochettino til hægri.
Pochettino til hægri.
Mynd: Getty Images
Tottenham, All Or Nothing, heimildaserían er heit í umræðunni þessa dagana og aðgengnileg á Amazon streymisveitunni. Þáttaröðin byggir á síðasta tímabili hjá Lundúnarfélaginu.

Mauricio Pochettino var rekinn eftir þrjá mánuði á síðasta tímabili og gagnrýnir hann þættina. Hann er ósáttur við að þau fimm og hálf ár sem hann var við stjórnvölinn og gerði Tottenham að Meistaradeildarfélagi séu gerð skil á einungis 25 mínútum.

„Allt í lagi, fimm og hálft ár hjá félaginu og við [Poch og Jesus Perez, aðstoðarmaður] erum á skjánum í 25 mínútur til að sýna hvers vegna við yfirgáfum félagið," sagði Pochettino í hlaðvarpinu Between The Lines.

„Ég skil að þetta er heimildaþáttaröð sem reynir að sýna Tottenham sem félag á góðum stað. Félagið mun ekki opna dyrnar fyrir Amazon til að búa til vandræði í kjölfar þáttanna. Það er erfitt að vera eðlilegur [þegar myndavélin er á þér]. Ég vona að þeim hafi tekist að gera það sem þeir vildu með þessum þáttum. Mér finnst nauðsynlegt að sýna frá aðstöðunni hjá félaginu, nýja völlinn og æfingasvæðið sem við vorum með í að hanna."

„Ég elska áfram stuðningsmennina og félagið. Ég virði Daniel [Levy] og fólkið sem vinnur þarna ásamt leikmönnum þess. Jose Mourinho er góður vinur og ég óska þeim alls hins besta. Vonandi vinnur félagið til einhverja titla því búið er að gera félagið að því stórkostlega félagi sem það er í dag,"
bætti Pochettino við.
Athugasemdir
banner
banner