Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. september 2020 22:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Til hvers vill Jón Þór fá leikmenn í sterkari deildir?
Icelandair
Jón Þór Hauksson - Landsliðsþjálfari.
Jón Þór Hauksson - Landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið vann það lettneska sannfærandi nú í kvöld og enduðu leikar 9-0. Ísland mætir Svíþjóð á þriðjudag í fyrri úrslitaleik af tveimur, liðin mætast aftur í 27. október ytra. Liðin eru bæði með 12 stig að loknum fjórum umferðum í undankeppni fyrir EM2021 en Svíþjóð er með betri markatölu.

Frábært að vinna 9-0 og skal ekkert draga úr þeim stórsigri, vel gert hjá liðinu öllu. En það er eitt sem vekur athygli undirritaðs og það er liðsval Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara landsliðsins.

Í viðtali við Fótbolta.net þegar landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Jón Þór það sem hér fylgir: „Ég held að það sé ekkert leyndarmál að við í landsliðinu myndum vilja sjá fleiri leikmenn í sterkari deildum í Evrópu. Við erum með hóp af ungum og bráðefnilegum leikmönnum sem við munum vonandi sjá á einhverjum tímapunkti í sterkum deildum í atvinnumennsku í náinni framtíð." Jón Þór sagði þetta eftir að hafa talað um Pepsi Max-deildina.

Hér má sjá byrjunarlið Íslands í leiknum í dag:
Sandra Sigurðardóttir (m), Hallbera Gísladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (f), Dagný Brynjarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Elín Metta Jensen og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Þrír leikmenn í liðinu spila erlendis. Sara Björk spilar í besta liði Evrópu, Glódís Perla í besta liði Svíþjóðar og Ingibjörg með toppliðinu í Noregi. Hinar átta spila með Breiðabliki, Val eða Selfossi hér í Pepsi Max-deildinni.

Á bekknum í dag voru þrír leikmenn sem spila erlendis. Sandra María Jessen spilar í þýsku Bundesliga, Svava Rós Guðmundsdóttir spilar í sænsku deildinni og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skipti nýverið til Le Havre í frönsku deildinni.

Hver er hvatinn til þess að spila í sterkri deild erlendis? Til hvers vill Jón Þór að leikmenn spili í sterkarki deildum en í Pepsi Max-deildinni? Til þess að þær sitji á bekknum eða verða ekki valdar í hópinn? Sbr. Guðrún Arnardóttir, leikmaður Djurgården, sem Jón Þór var spurður sérstaklega út í viðtalinu sem vitnað hefur verið í (viðtalið má hlusta á hér neðst í greininni).

Tvær goðsagnir í íslenskri knattspyrnu, þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir voru sérfræðingar Stöð 2 Sport á landsleiknum. Helena Ólafsdóttir stýrði umræðunni. Rætt var um skiptingarnar í leiknum, allir þrír varamennirnir sem komu inn á spila með liðum í Pepsi Max-deildinni.

Margréti þótti skrítið að Berglind Björg og Svava Rós hefðu ekki fengið mínútur í leiknum í kvöld og hefði það verið tilvalinn undirbúningur fyrir leikinn á þriðjudaginn gegn Svíþjóð.

Helena hélt áfram með umræðuna. „Af því þú nefnir Svövu Rós þá er alltaf verið að hvetja leikmenn að fara erlendis að spila. Svava Rós hefur gert það og spilað feykilega vel með Kristianstad. Ég er örlítið hissa að sjá hana ekki hér í dag."

„Svava hefur spilað vel í sænsku deildinni sem hlýtur að teljast sterkari deild en Pepsi-kvenna, þetta kemur aðeins á óvart og hún klárlega leikmaður sem getur strítt Svíum," sagði Ásthildur.

Aftur skal tekið fram að það er frábært að sigra 9-0, mjög gott að ungir leikmenn eins og Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir fái eldskírn sína og sýni að þær eiga heima í þessu landsliði.
Jón Þór: Hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner