Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 17. september 2022 13:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Haaland með 100 mörk á tveimur árum
Mynd: EPA

Wolves 0 - 3 Manchester City
0-1 Jack Grealish ('1 )
0-2 Erling Haland ('16 )
0-3 Phil Foden ('69 )
Rautt spjald: Nathan Collins, Wolves ('33)


Wolves fékk Manchester City í heimsókn í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta byrjaði afar vel fyrir gestina en Jack Grealish skoraði fyrsta markið eftir tæpa mínútu eftir sendingu frá Kevin de Bruyne.

Erling Haaland tvöfaldaði forystuna aðeins stundarfjórðungi síðar. Þetta var 100. mark norska framherjans síðan hann gekk til liðs við Dortmund árið 2020.

Það stefndi í risa sigur City þegar Wolves varð manni undir eftir að Nathan Collins var rekinn af velli með rautt spjald eftir rúmlega hálftíma leik.

Það varð þó ekki raunin þar sem City bætti aðeins við einu marki í síðari hálfleik. Phil Foden var þar að verki þegar hann kláraði snyrtilega framhjá Jose Sa í marki Wolves eftir flottann undirbúning hjá Haaland og De Bruyne.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner