Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. september 2022 21:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólukkan eltir Tristan - Sleit krossbandið aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tristan Freyr Ingólfsson, leikmaður Stjörnunnar, sleit krossband í hné í júlí í fyrra. Tristan, sem er 23 ára gamall, var þá að spila sitt fyrsta tímabil í efstu deild og hafði gert þokkalega hluti sem vinstri bakvörður Stjörnunnar. Hann skoraði m.a. stórglæsilegt mark gegn Víkingi.

Hann sneri til baka á völlinn rúmu ári seinna þann 21. ágúst og spilaði tvo leiki í lok ágúst. Í þriðja leiknum, gegn Keflavík í byrjun þessa mánaðar, bankaði ólukkan aftur á dyrnar því í seinni hálfleik sleit hann krossbandið aftur.

Í samtali við Fótbolta.net segist hann hafa fundið fyrir einhverjum slink og hafi í kjölfarið haldið áfram að spila í um tíu mínútur. Hann hafi ekki fundið fyrir neinum sársauka, en fann þó að það var eitthvað sem var ekki í lagi. Hann hafði vonast til að ástandið myndi lagast en þegar það gerði það ekki settist hann niður á völlinn og fór í kjölfarið af velli.

Tristan þarf að fara í aðgerð seinna í þessum mánuði og ljóst er að hann verður frá allan veturinn og líklegast stærstan hluta af næsta tímabili.

Fótbolti.net óskar honum skjóts bata.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner