Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   lau 17. september 2022 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Þægilegt fyrir Barcelona og Valencia
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Barcelona og Valencia unnu þægilega heimasigra í spænska boltanum í dag. Bæði lið spiluðu gegn tíu andstæðingum í sigrum sínum.


Börsungar voru manni fleiri nánast allan leikinn gegn Elche eftir að Gonzalo Verdu reif Robert Lewandowski niður sem aftasti varnarmaður. Lewandowski skoraði tvennu í 3-0 sigri og gerði Memphis Depay eitt mark. Bakvörðurinn efnilegi Alejandro Balde, 18 ára, lagði tvö markanna upp.

Barca er á toppi deildarinnar eftir þennan sigur með 16 stig eftir 6 umferðir. Real Madrid er einu stigi eftirá með leik til góða gegn Atletico Madrid annað kvöld.

Barcelona 3 - 0 Elche
1-0 Robert Lewandowski ('34)
2-0 Memphis Depay ('41)
3-0 Robert Lewandowski ('48)
Rautt spjald: Gonzalo Verdu, Elche ('14)

Samu Castillejo kom Valencia yfir gegn Celta Vigo og var leikurinn afar tíðindalítill og bragðdaufur þar til Franco Cervi fékk að líta beint rautt spjald á 59. mínútu.

Tíu leikmenn Celta réðu ekki við Valencia sem skipti um gír og stóð uppi sem sigurvegari, 3-0. Edinson Cavani var í byrjunarliði Valencia en komst ekki á blað. Liðið er með níu stig eftir sex umferðir.

Mallorca nældi sér þá í þrjú stig í fyrsta leik dagsins. Bakvörðurinn öflugi Pablo Maffeo gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik í sigri gegn Almeria.

Mallorca er með átta stig eftir sigurinn.

Valencia 3 - 0 Celta Vigo
1-0 Samu Castillejo ('37)
2-0 Marcos Andre ('82)
3-0 Andre Almeida ('93)

Mallorca 1 - 0 Almeria
1-0 Pablo Maffeo ('25)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner