Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 17. september 2023 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Inzaghi með hreðjartak á Milan
Mynd: Getty Images

Inter valtaði yfir Milan í grannaslag á Ítalíu í gær. Simone Inzaghi er með hreðjartak á Milan en þetta var fimmti sigur hans í röð á grönnunum.


Henrikh Mkhitaryan skoraði tvö, Marcus Thuram, Hakan Calhanoglu og Davide Frattesi sitt markið hvor í 5-1 sigri. Rafael Leao skoraði mark Milan.

Inzaghi er fyrsti stjórinn í sögu félagsins til að vinna fimm leiki í röð gegn Milan en markatalan er 12-1 í þessum leikjum.

Inter er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, tveimur stigum á undan Juventus en Milan er í 3. sæti með 9 stig.


Athugasemdir
banner
banner