Inter valtaði yfir Milan í grannaslag á Ítalíu í gær. Simone Inzaghi er með hreðjartak á Milan en þetta var fimmti sigur hans í röð á grönnunum.
Henrikh Mkhitaryan skoraði tvö, Marcus Thuram, Hakan Calhanoglu og Davide Frattesi sitt markið hvor í 5-1 sigri. Rafael Leao skoraði mark Milan.
Inzaghi er fyrsti stjórinn í sögu félagsins til að vinna fimm leiki í röð gegn Milan en markatalan er 12-1 í þessum leikjum.
Inter er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, tveimur stigum á undan Juventus en Milan er í 3. sæti með 9 stig.
Athugasemdir