Breiðablik fékk FH í heimsókn fyrr í dag, leikar enduðu 2-0 fyrir FH-ingum en mörk leiksins skoruðu þeir Davíð Snær Jóhannsson og Vuk Oskar Dimitrijevic. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 2 FH
„Við gerðum ekki nóg til að vinna þennan leik, mér fannst þessi leikur skömminni skárri en síðasti leikur. Það er alveg ljóst að í þessum leik vantaði ákveðinn drifkraft, vantaði ákveðna ástríðu sem hefur einkennt Blikaliðið og það er eitthvað sem við þurfum að finna aftur.
Mér finnst hafa slökknað á þessu eftir að við tryggðum okkur inn í riðlakeppnina, það er eins og menn séu orðnir saddir.
Breiðablik hefur nú tapað þremur leikjum í röð
„Maður gerir sér nokkurn veginn grein fyrir ástæðunni. Virðist vera að einhverju leiti ákveðinn skortur á hungri og drifkrafti. Nú þurfum við að finna hann.
„Við þurfum að vera býsna flatir ef við finnum ekki ástríðinu þar í Tel Aviv á móti Maccabi. Við þurfum að finna þennan sameiginlega streng og þegar við finnum hann verðum við sterkari, eftir að hafa gengið í gegnum þetta sem við erum að ganga í gegnum núna."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir