Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   sun 17. september 2023 21:39
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Finnst hafa slökknað á þessu eftir að við tryggðum okkur inn í riðlakeppnina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk FH í heimsókn fyrr í dag, leikar enduðu 2-0 fyrir FH-ingum en mörk leiksins skoruðu þeir Davíð Snær Jóhannsson og Vuk Oskar Dimitrijevic. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FH

„Við gerðum ekki nóg til að vinna þennan leik, mér fannst þessi leikur skömminni skárri en síðasti leikur. Það er alveg ljóst að í þessum leik vantaði ákveðinn drifkraft, vantaði ákveðna ástríðu sem hefur einkennt Blikaliðið og það er eitthvað sem við þurfum að finna aftur.
Mér finnst hafa slökknað á þessu eftir að við tryggðum okkur inn í riðlakeppnina, það er eins og menn séu orðnir saddir.


Breiðablik hefur nú tapað þremur leikjum í röð

„Maður gerir sér nokkurn veginn grein fyrir ástæðunni. Virðist vera að einhverju leiti ákveðinn skortur á hungri og drifkrafti. Nú þurfum við að finna hann.

„Við þurfum að vera býsna flatir ef við finnum ekki ástríðinu þar í Tel Aviv á móti Maccabi. Við þurfum að finna þennan sameiginlega streng og þegar við finnum hann verðum við sterkari, eftir að hafa gengið í gegnum þetta sem við erum að ganga í gegnum núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir