Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ancelotti: Hópurinn í ár betri en á síðasta tímabili
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er á því að hópurinn sem hann sé með í ár sé betri en sá sem hann var með á síðasta tímabili þegar Real varð spænskur meistari og Evrópumeistari.

Nacho, Toni Kroos og Joselu yfirgáfu allir herbúðir Real í sumar en á móti komu Endrick og Kylian Mbappe inn í hópinn, en Ancelotti hefur lýst Mbappe sem einum besta leikmanni heims.

„Finnst mér við vera með betri hóp en í fyrra? Já, það finnst mér," sagði sá ítalski.

Real Madrid mætir Stuttgart í Meistaradeildinni í kvöld. Real er spáð sigri í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner