Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 10:57
Elvar Geir Magnússon
Gat ekki sparkað í bolta eftir að hafa meiðst á æfingu
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Íshólm Ólafsson var fjarri góðu gamni á sunnudag þegar Fram gerði 3-3 jafntefli við FH. Varamarkvörðurinn Stefán Þór Hannesson stóð í rammanum og lék sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 FH

„Við höfum verið mjög óheppnir með meiðsli og misstum Óla markvörð út tveimur dögum fyrir leik. Ofan á öll hin meiðslin, þetta hefur riðlað þessu hjá okkur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir leikinn.

„Þetta er smávægileg tognun í innra læri. Hann gat ekki sparkað í bolta eftir að hafa meiðst á æfingu í fyrradag. Stefán kom í markið og hann gerði mjög vel."

Rúnar segist ánægður með að hafa náð að 'stöðva blæðinguna' með því að ná í stig gegn FH en fram að leiknum hafði Framliðið tapað nokkrum leikjum í röð. Á endanum varð sjöunda sæti niðurstaðan og liðið fer því í neðri hlutann.

„Við erum vonsviknir að hafa ekki náð topp sex því við höfum verið þar í átján umferðir af 22. Það segir sitt um hvað við höfum verið að gera í sumar en við höfum runnið á svellinu í síðustu leikjum og duttum úr þessu," sagði Rúnar.
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner