Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 17. október 2021 15:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
UFC stjörnu sparkað út af leik Watford og Liverpool
Paddy Pimblett 26 ára gamall stuðningsmaður Liverpool var sparkað úr stúkunni á Vicarage road er Watford fékk Liverpool í heimsókn í gær.

Leiknum lauk með 5-0 sigri Liverpool en Pimblett sem er bardagamaður í UFC var hent út af öryggisvörðum fyrir að fagna mörkum Liverpool.

Hann sat í stúkunni með stuðningsmönnum Watford en hann segir að Ben Foster markvörður Watford hafi boðið honum á völlinn.

Hann deildi myndbandi af því á Instagram síðu sinni þegar honum var hent út. Hann var alls ekki sáttur með það.


Athugasemdir