Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   þri 17. október 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Rafn: Á að vera númer eitt þegar ég kem til baka
Víti varið í gær.
Víti varið í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik í gær.
Fyrir leik í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson varði mark Íslands í fimmta sinn í gær og var það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2021. Hann hélt hreinu gegn Liechtenstein í undankeppni EM. Elías missti af leikjum árið 2022 vegna meiðsla og hafði verið á bekknum eða utan hóps í landsliðinu eftir það.

Hann er á láni frá danska félaginu Midtjylland hjá portúgalska félaginu CD Mafra sem er í B-deildinni í Portúgal. Þar er hann aðalmarkvörður. Midtjylland og Mafra eru í samstarfi sín á milli.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Hærra 'level' en fólk heldur
Hver hefur verið í Portúgal?

„Það hefur verið mjög fínt, tekur smá tíma að aðlagast þessu nýja lífi; allt öðruvísi kúltur en ég er vanur. Ég er kominn vel inn í hlutina og það gengur mjög vel akkúrat núna," sagði Elías eftir leikinn í gær.

„Ég fór þarna niður (til Portúgals) áður en ég tók ákvörðun. Maður þekkir ekkert þessa deild, búinn að vera í Danmörku og Íslandi. Svo fór ég að skoða æfingar og leiki, þetta er hæra 'level' en fólk heldur."

Á að vera númer eitt þegar hann snýr til baka
Elías er 23 ára og er samningsbundinn Midtjylland fram á sumarið 2026. Hvað er planið með hann hjá danska félaginu?

„Planið er að ég komi aftur, eftir tímabil eins og er, og spili þar. Það er það sem ég hef fengið að vita og það er bara planið með mig. Það er spennandi," sagði Elías.

Verður geggjað að spila með Sverri
Hann ræddi einnig við RÚV eftir leik og sagði þar að hann væri að bæta sig mikið í Portúgal. Hann sagði einnig að hann væri spenntur að spila með Sverri Inga Ingasyni sem gekk í raðir Midtjylland í sumar.

„Það verður geggjað að spila með Sverri. Planið er að ég komi aftur eftir þetta tímabil. Mögulega fyrr ef þeir taka mig til baka, og þá sem númer eitt. Þannig ég er bara að bíða eftir því," sagði Elías.
Elías Rafn: Maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu
Innkastið - Gylfasýning gladdi og Van Dijk lagði hönd á plóg
Athugasemdir
banner
banner