Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
banner
   mán 16. október 2023 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn: Maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu
Elías Rafn sá til þess að Liechtenstein myndi ekki skora í leiknum
Elías Rafn sá til þess að Liechtenstein myndi ekki skora í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna í 4-0 sigri íslenska landsliðsins á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, en þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði í tvö ár.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Blikinn þurfti að halda einbeitingu allan leikinn þó það hafi nú að mestu verið rólegt kvöld hjá honum.

Hann fékk samt tækifæri til að sýna sig undir lok hálfleiksins er Liechtenstein fékk víti. Hann varði vítið frá Sandro Wieser áður en gestirnir skoruðu úr frákastinu, en dómarinn lét endurtaka spyrnuna þar sem leikmenn beggja liða voru komnir inn í teiginn áður en spyrnan var tekin.

Wieser fór því aftur á punktinn og þrumaði boltanum framhjá markinu. Elías var ánægður að fá tækifærið aftur.

„Ég fékk að vita það í gær á æfingu. Geggjað að fá að vita að maður sé að fara spila heimaleik fyrir framan fjölskylduna og mitt fólk, alveg æðislegt,“ sagði Elías við fjölmiðla í kvöld.

Rúnar Alex Rúnarsson er aðalmarkvörður liðsins og hefur verið það síðan í mars á síðasta ári, en Elías mun styðja við þann markvörð sem spilar.

„Það er hægt að segja það en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Það gæti verið að Alex spili og þá styður maður þann sem spilar,“ sagði Elías sem missti stöðuna er hann meiddist.

„Já, en þetta fer eftir því hvar þú ert að spila og hvernig þú ert að spila á þessum tíma. Ég meiddist og Alex að standa sig vel og þá er erfitt að skipta.“

Eins og áður kom fram var þetta rólegt kvöld hjá Elíasi fyrir utan auðvitað vítin.

„Maður þurfti að halda fókus. Það var ekkert rosalega mikið að gera, en maður komst vel frá þessu og bara fínt.“

„Ég veit ekki hvort ég fái það skráð af því það var endurtekið. Ég tók ekki eftir því, en maður reynir að mjólka þetta og um leið og einhver byrjar að segja þetta þá fer maður á vagninn,“
sagði Elías sem fannst nú frekar þreytt að það þurfti að endurtaka vítið.

„Það er svolítið þreytt en ég þekki ekkert reglurnar með þetta. Hann sagði af því leikmenn beggja liða fóru á undan og því var þetta tekið aftur,“ sagði Elías enn fremur en hann talar um ævintýri sitt í Portúgal og framtíðina hjá Midtjylland í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner