Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   mán 16. október 2023 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn: Maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu
Elías Rafn sá til þess að Liechtenstein myndi ekki skora í leiknum
Elías Rafn sá til þess að Liechtenstein myndi ekki skora í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna í 4-0 sigri íslenska landsliðsins á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, en þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði í tvö ár.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Blikinn þurfti að halda einbeitingu allan leikinn þó það hafi nú að mestu verið rólegt kvöld hjá honum.

Hann fékk samt tækifæri til að sýna sig undir lok hálfleiksins er Liechtenstein fékk víti. Hann varði vítið frá Sandro Wieser áður en gestirnir skoruðu úr frákastinu, en dómarinn lét endurtaka spyrnuna þar sem leikmenn beggja liða voru komnir inn í teiginn áður en spyrnan var tekin.

Wieser fór því aftur á punktinn og þrumaði boltanum framhjá markinu. Elías var ánægður að fá tækifærið aftur.

„Ég fékk að vita það í gær á æfingu. Geggjað að fá að vita að maður sé að fara spila heimaleik fyrir framan fjölskylduna og mitt fólk, alveg æðislegt,“ sagði Elías við fjölmiðla í kvöld.

Rúnar Alex Rúnarsson er aðalmarkvörður liðsins og hefur verið það síðan í mars á síðasta ári, en Elías mun styðja við þann markvörð sem spilar.

„Það er hægt að segja það en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Það gæti verið að Alex spili og þá styður maður þann sem spilar,“ sagði Elías sem missti stöðuna er hann meiddist.

„Já, en þetta fer eftir því hvar þú ert að spila og hvernig þú ert að spila á þessum tíma. Ég meiddist og Alex að standa sig vel og þá er erfitt að skipta.“

Eins og áður kom fram var þetta rólegt kvöld hjá Elíasi fyrir utan auðvitað vítin.

„Maður þurfti að halda fókus. Það var ekkert rosalega mikið að gera, en maður komst vel frá þessu og bara fínt.“

„Ég veit ekki hvort ég fái það skráð af því það var endurtekið. Ég tók ekki eftir því, en maður reynir að mjólka þetta og um leið og einhver byrjar að segja þetta þá fer maður á vagninn,“
sagði Elías sem fannst nú frekar þreytt að það þurfti að endurtaka vítið.

„Það er svolítið þreytt en ég þekki ekkert reglurnar með þetta. Hann sagði af því leikmenn beggja liða fóru á undan og því var þetta tekið aftur,“ sagði Elías enn fremur en hann talar um ævintýri sitt í Portúgal og framtíðina hjá Midtjylland í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner