Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   mán 16. október 2023 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn: Maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu
Elías Rafn sá til þess að Liechtenstein myndi ekki skora í leiknum
Elías Rafn sá til þess að Liechtenstein myndi ekki skora í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna í 4-0 sigri íslenska landsliðsins á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, en þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði í tvö ár.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Blikinn þurfti að halda einbeitingu allan leikinn þó það hafi nú að mestu verið rólegt kvöld hjá honum.

Hann fékk samt tækifæri til að sýna sig undir lok hálfleiksins er Liechtenstein fékk víti. Hann varði vítið frá Sandro Wieser áður en gestirnir skoruðu úr frákastinu, en dómarinn lét endurtaka spyrnuna þar sem leikmenn beggja liða voru komnir inn í teiginn áður en spyrnan var tekin.

Wieser fór því aftur á punktinn og þrumaði boltanum framhjá markinu. Elías var ánægður að fá tækifærið aftur.

„Ég fékk að vita það í gær á æfingu. Geggjað að fá að vita að maður sé að fara spila heimaleik fyrir framan fjölskylduna og mitt fólk, alveg æðislegt,“ sagði Elías við fjölmiðla í kvöld.

Rúnar Alex Rúnarsson er aðalmarkvörður liðsins og hefur verið það síðan í mars á síðasta ári, en Elías mun styðja við þann markvörð sem spilar.

„Það er hægt að segja það en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Það gæti verið að Alex spili og þá styður maður þann sem spilar,“ sagði Elías sem missti stöðuna er hann meiddist.

„Já, en þetta fer eftir því hvar þú ert að spila og hvernig þú ert að spila á þessum tíma. Ég meiddist og Alex að standa sig vel og þá er erfitt að skipta.“

Eins og áður kom fram var þetta rólegt kvöld hjá Elíasi fyrir utan auðvitað vítin.

„Maður þurfti að halda fókus. Það var ekkert rosalega mikið að gera, en maður komst vel frá þessu og bara fínt.“

„Ég veit ekki hvort ég fái það skráð af því það var endurtekið. Ég tók ekki eftir því, en maður reynir að mjólka þetta og um leið og einhver byrjar að segja þetta þá fer maður á vagninn,“
sagði Elías sem fannst nú frekar þreytt að það þurfti að endurtaka vítið.

„Það er svolítið þreytt en ég þekki ekkert reglurnar með þetta. Hann sagði af því leikmenn beggja liða fóru á undan og því var þetta tekið aftur,“ sagði Elías enn fremur en hann talar um ævintýri sitt í Portúgal og framtíðina hjá Midtjylland í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner