Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trent efstur á óskalistanum í Madríd - Montella til Man Utd?
Powerade
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Vincenzo Montella er í dag landsliðsþjálfari Tyrklands.
Vincenzo Montella er í dag landsliðsþjálfari Tyrklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Loic Bade er varnarmaður sem er orðaður við Liverpool.
Loic Bade er varnarmaður sem er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðri dagsins. Það eru ýmsar áhugaverðar sögur í gangi.

Real Madrid hefur sett Trent Alexander-Arnold (26), bakvörð Liverpool, efstan á óskalista sinn. (Athletic)

Liverpool og Manchester City hafa áhuga á Nicolo Barella (27), miðjumanni Inter, en ítalski landsliðsmaðurinn er einnig á lista hjá nágrannafélögunum Atletico og Real Madrid. (Fichajes)

Arsenal er að fylgjast með þróun Benjamin Sesko (21), sóknarmanns RB Leipzig, þar sem félagið er byrjað að undirbúa félagaskiptagluggann næsta sumar. (Football London)

Crystal Palace er ekki tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Ismaila Sarr (26) í janúar. (Football Insider)

Vincenzo Montella, landsliðsþjálfari Tyrklands, er á lista hjá Manchester United ef Erik ten Hag verður rekinn. (Ajansspor)

Ten Hag verður að bæta úrslit og frammistöðu strax ef hann vill halda starfi sínu fram yfir næsta landsleikjahlé. (Mirror)

Man Utd er að skoða leikmenn sem gætu komið inn fyrir Christian Eriksen (32) og Casemiro (32). (Football Insider)

United leiðir kapphlaupið um hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (27) ef hann fer frá Barcelona næsta sumar. (Fichajes)

Real Madrid er að íhuga að reyna að fá hægri bakvörðinn Josh Acheampong (18) frá Chelsea í janúar. Hann er eftirsóttur en Liverpool, Newcastle og Tottenham hafa einnig áhuga á honum. (Independent)

Crystal Palace er með David Moyes (61) efstan á lista sínum ef félagið tekur ákvörðun um að reka Oliver Glasner í kjölfarið á erfiðri byrjun á tímabilinu. (Caughtoffside)

Ráðning Thomas Tuchel sem landsliðsþjálfara Englands hefur hjálpað Newcastle í baráttu félagsins um að krækja í miðvörðinn Marc Guehi frá Crystal Palace. Það eru auknar líkur fyrir Newcastle að fá hann þar sem Eddie Howe verður áfram stjóri liðsins. (Givemesport)

Liverpool er komið langt í viðræðum um kaup á Loic Bade (24), varnarmanni Sevilla. (Todo Fichajes)

Isaac Hayden (29), miðjumaður Newcastle, hefur samþykkt að spila fyrir landslið Jamaíku eftir að hann spilaði fyrir öll yngri landslið Englands. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner