Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. nóvember 2020 10:53
Magnús Már Einarsson
Kári ætlar að spila áfram með Víkingi - Útilokar ekki landsliðið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason telur líklegt að hann leiki sinn síðasta landsleik með Íslandi gegn Englandi á Wembley annað kvöld. Kári verður fyrirliði Íslands í leiknum.

Hinn 38 ára gamli Kári á 86 landsleiki að baki en hann hefur verið í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins í áraraðir.

„Ég ætla ekki að gefa neitt út. Ég hef sagt að ef kallið kemur þá mæti ég alltaf. Það er mjög líklegt að þetta verði min síðasti leikur. Hver svo sem tekur við þá efast ég um að maður af erlendu bergi brotinn leiti af manni í Pepsi-deildina sem er 39 ára. Ef þetta er minn síðasti leikur þá er þetta frábært svið fyrir það en líka mikið tilfinningaríkt í kringum það," sagði Kári á fréttamanafundi í dag.

„Maður veit aldrei hvað gerist í þessu. Við erum ekki heppnir með meiðsli í landsliðinu. Ef það kemur eitthvað upp á þá er ég alltaf klár. Mér finnst samt ólíklegt að nýr þjálfari leiti til einhvers sem er á 39. aldursári. Mér líður ágætlega og líður oftast vel í þessum leikjum. Mér finnst við eiga nóg eftir."

Kári stefnir á að leika áfram með Víkingi í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

„Ég held að ég geti ekki skilið við Víkingana eftir svona tímabil. Það var alls ekki gott," sagði Kári en Víkingur endaði í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner