Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 17. nóvember 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Curtis Jones hjá Liverpool til 2027 (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Curtis Jones hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool og er nú samningsbundinn fram á sumarið 2027.

Jones, sem er uppalinn hjá félaginu, var með samning í gildi sem hefði runnið út sumarið 2027 og framlengir því um tvö ár. Þann samning skrifaði hann undir í júlí 2020 en Liverpool vildi verðlauna leikmanninn fyrir þróunina undanfarin tvö ár.

Jones, sem er 21 árs gamall miðjumaður, er í þokkalega stóru hlutverki hjá Liverpool og hafði komið við sögu í sex leikjum í röð þar til kom að leiknum gegn Southampton um síðustu helgi.

Það er í stefnu Liverpool að fá til sín og halda ungum leikmönnum innan raða. Harvey Elliott og Joe Gomez eru dæmi um leikmenn sem hafa fengið nýja samninga að undanförnu.


Athugasemdir
banner