fim 17. nóvember 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Curtis Jones hjá Liverpool til 2027 (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Curtis Jones hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool og er nú samningsbundinn fram á sumarið 2027.

Jones, sem er uppalinn hjá félaginu, var með samning í gildi sem hefði runnið út sumarið 2027 og framlengir því um tvö ár. Þann samning skrifaði hann undir í júlí 2020 en Liverpool vildi verðlauna leikmanninn fyrir þróunina undanfarin tvö ár.

Jones, sem er 21 árs gamall miðjumaður, er í þokkalega stóru hlutverki hjá Liverpool og hafði komið við sögu í sex leikjum í röð þar til kom að leiknum gegn Southampton um síðustu helgi.

Það er í stefnu Liverpool að fá til sín og halda ungum leikmönnum innan raða. Harvey Elliott og Joe Gomez eru dæmi um leikmenn sem hafa fengið nýja samninga að undanförnu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner