Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. desember 2022 00:00
Brynjar Ingi Erluson
Samband Benzema og Deschamps í molum? - „Ég hef ekki áhuga"
Karim Benzema og Didier Deschamps
Karim Benzema og Didier Deschamps
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Franski miðillinn Libertal Digital birtir áhugaverða grein í dag þar sem talað er um að samband franska framherjans Karim Benzema og þjálfara landsliðsins, Didier Deschamps, sé í molum.

Benzema, sem vann gullboltann rétt fyrir HM, meiddist stuttu fyrir mótið og var það Deschamps sem tók ákvörðun um það að hann myndi yfirgefa hópinn og reyna að ná sér að fullu.

Deschamps neitaði að velja annan mann inn í hópinn fyrir Benzema og hefur gengið ágætlega án hans. Frakkar eru komnir í úrslit og er Olivier Giroud og Kylian Mbappe að ná vel saman í fremstu víglínu.

Benzema náði sér af meiðslunum og hefur verið að æfa með Real Madrid að undanförnu, en hann gæti verið í hópnum í úrslitaleiknum samkvæmt hinum ýmsu frönsku miðlum.

Libertal Digital segir að samband Benzema og Deschamps sé ekki gott hins vegar. Deschamps var spurður út í það eftir leikinn gegn Marokkó hvort Benzema gæti verið með í úrslitaleiknum og neitaði hann að tjá sig um það.

Benzema er ósáttur við meðferðina sem hann hefur fengið. Hann vildi meðal annars vera áfram með Frökkum á HM en Deschamps sendi hann frekar heim.

Framherjinn birti mynd af sér á Instagram og skrifaði hann undir myndina „Ég hef ekki áhuga,“ , en það vekur upp margar spurningar.

Þá birti hann einnig mynd af sér og Zinedine Zidane, fyrrum þjálfara Real Madrid og bauð góða nóttina, en Zidane hefur hafnað boði franska knattspyrnusambandsins um að vera viðstaddur úrslitaleikinn á sunnudag og gæti það gefið vísbendingar um að Benzema verði ekki í Katar er úrslitaleikurinn fer fram.




Athugasemdir
banner
banner
banner