Leiknismenn byrja Reykjavíkurmótið vel en þeir unnu 3-0 sigur á Fylki í gær. Egill Atlason er genginn í raðir Leiknis frá Víkingi og lék í hjarta varnar Breiðholtsliðsins.
„Þetta var æðislegt hreint út sagt. Strákarnir lögðu sig fram og þeir gerðu þetta auðvelt fyrir okkur í vörninni. Það hefði verið erfitt fyrir flesta að mæta okkur eins og við spiluðum," sagði Egill eftir leikinn.
„Þetta var æðislegt hreint út sagt. Strákarnir lögðu sig fram og þeir gerðu þetta auðvelt fyrir okkur í vörninni. Það hefði verið erfitt fyrir flesta að mæta okkur eins og við spiluðum," sagði Egill eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 3 Leiknir R.
„Það er janúar og það er langt í mót. Fylkisstrákarnir verða örugglega í toppstandi þegar kemur að sumrinu. Liðin eru mismunandi stödd á þessu tímabili en við tökum það jákvæða úr þessu. Við vorum þéttir og mörkin voru góð sem við náðum að klára. Heilt yfir var þetta mjög flott hjá okkur."
Þjálfarar Leiknis, þeir Davíð Snorri Jónasson og Freyr Alexandersson, gátu leyft sér að gefa ungum leikmönnum tækifæri í seinni hálfleik og til dæmis fékk strákur fæddur 1997 að spreyta sig.
„Já ungu strákarnir stóðu sig vel. Ég verð að viðurkenna það að ég vissi ekki nöfnin á sumum sem komu inná. Þeir lögðu sig fram og voru ekki hræddir við að henda sér í tæklingar. Það virðist einkenni úr Breiðholtinu að menn eru óhræddir."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir