Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   fös 18. janúar 2013 07:30
Elvar Geir Magnússon
Egill Atla: Vissi ekki nöfnin á sumum sem komu inná
Egill með greiðslu eins og Dr Phil í áskorun Fótbolta.net 2011.
Egill með greiðslu eins og Dr Phil í áskorun Fótbolta.net 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Leiknismenn byrja Reykjavíkurmótið vel en þeir unnu 3-0 sigur á Fylki í gær. Egill Atlason er genginn í raðir Leiknis frá Víkingi og lék í hjarta varnar Breiðholtsliðsins.

„Þetta var æðislegt hreint út sagt. Strákarnir lögðu sig fram og þeir gerðu þetta auðvelt fyrir okkur í vörninni. Það hefði verið erfitt fyrir flesta að mæta okkur eins og við spiluðum," sagði Egill eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Leiknir R.

„Það er janúar og það er langt í mót. Fylkisstrákarnir verða örugglega í toppstandi þegar kemur að sumrinu. Liðin eru mismunandi stödd á þessu tímabili en við tökum það jákvæða úr þessu. Við vorum þéttir og mörkin voru góð sem við náðum að klára. Heilt yfir var þetta mjög flott hjá okkur."

Þjálfarar Leiknis, þeir Davíð Snorri Jónasson og Freyr Alexandersson, gátu leyft sér að gefa ungum leikmönnum tækifæri í seinni hálfleik og til dæmis fékk strákur fæddur 1997 að spreyta sig.

„Já ungu strákarnir stóðu sig vel. Ég verð að viðurkenna það að ég vissi ekki nöfnin á sumum sem komu inná. Þeir lögðu sig fram og voru ekki hræddir við að henda sér í tæklingar. Það virðist einkenni úr Breiðholtinu að menn eru óhræddir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir