Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
   sun 17. ágúst 2025 16:48
Kári Snorrason
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Lengjudeildin
Hermann Hreiðasson, þjálfari HK.
Hermann Hreiðasson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fékk Grindavík í heimsókn fyrr í dag. Leikurinn endaði með hádramatísku 3-3 jafntefli eftir stórskemmtilegan leik. Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks, en hann mætti engu að síður í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: HK 3 -  3 Grindavík

„Það var bara eitt lið á vellinum, þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur. Sanngjörn úrslit hefðu átt að vera 6,7-0 í raun og veru. Við vorum frábærir, gjörsamlega frábærir hér í dag. Þetta var fótboltaveisla, eina sem vantaði voru mörkin."

„Þetta eru fáranleg úrslit, fáránleg úrslit. Yfirburðirnir voru svakalegir, þetta var extraordinary football."


Hermann fékk að líta rauða spjaldið í kjölfar þess að Aron Kristófer Lárusson, leikmaður HK, reif leikmann Grindavíkur niður og fékk rautt spjald.

„Ég veit að þetta var brot, hugsanlega gult. En í raun og veru ertu að refsa okkur í næsta leik, hann fer í leikbann. Ég segi; Djöfulsins drasl er þetta. Það er orðið rautt spjald, það var allur æsingurinn í mér. Ég er mjög ósáttur með þetta rauða spjald, þetta er alveg galið rautt, hvert erum við komin?"

Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 17 10 7 0 40 - 16 +24 37
2.    Þór 18 11 3 4 42 - 25 +17 36
3.    ÍR 18 9 6 3 31 - 19 +12 33
4.    Þróttur R. 17 9 5 3 33 - 26 +7 32
5.    HK 18 9 4 5 32 - 24 +8 31
6.    Keflavík 18 8 4 6 38 - 31 +7 28
7.    Völsungur 18 5 4 9 30 - 40 -10 19
8.    Grindavík 18 5 3 10 35 - 51 -16 18
9.    Selfoss 18 5 1 12 20 - 34 -14 16
10.    Leiknir R. 18 4 4 10 18 - 35 -17 16
11.    Fjölnir 18 3 6 9 28 - 42 -14 15
12.    Fylkir 18 3 5 10 25 - 29 -4 14
Athugasemdir
banner