Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
   sun 17. ágúst 2025 20:25
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Skemmtilegur leikur til áhorfs, ég held að það sé nokkuð ljóst," sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 3-3 jafntefli við KA.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  3 KA

„Það var sótt á báða enda, fyrir mér er þetta bara trúin hjá okkur. Við lendum þrisvar undir og erum alltaf að reyna að sækja sigurmarkið, gríðarleg trú í þessu hjá okkur. Það var mikil orka, mér fannst við mjög orkumiklir í síðari hálfleik. Þriðja mark þeirra kemur bara þegar við erum of ákafir að reyna að sækja sigur markið. Það skrifast af einhverjum hluta á mig, og einhverjum hluta á strákana líka að stilla ekki betur upp þar. Það sýnir hugarfarið í liðinu, við erum að reyna að sækja þessa sigra. Það sýnir ennþá meira hugarfarið í liðinu að fara svo bara upp og jafna 3-3 þegar við lendum 3-2 undir. Það hafa mörg lið brotnað við það, en við gerum það ekki. Mér fannst við sýna hversu mikla trú við höfum á því sem við erum að gera. Þannig að frammistaðan í dag fannst mér frábær í 70 mínútur. Fyrstu 20 mínúturnar hjá KA mjög öflugt. Þeir komu grimmir inn, og fyrstu 20 mínúturnar erum við bara ekki með, við erum eihverstaðar annarsstaðar. Eftir það finnst mér við snúa 'mómentinu'. Mér finnst við vera betri svona heilt yfir eftir það," sagði Magnús.

Það var töluvert um vítaköll og það voru tvö dæmd, eitt á sitthvort liðið.

„Okkar var pjúra víti, hann er með hendina úti og var óheppinn að fá boltann í hendina KA maðurinn. Mér fannst sársaukaþröskuldurinn að gefa þeim vítaspyrnu fimm mínútum seinna var í lagi af því við fengum vítaspyrnu rétt áður fannst mér. Af því mér fannst ekkert í því, mér fannst það rosalega soft, og bara ekkert í því. Þannig ég er mjög svekktur með þann vítaspyrnudóm sem þeir skora úr. Við skorum ekki, þannig við þurfum líka að gera betur úr því," sagði Magnús.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner