Arsenal er komið í forystu gegn Manchester United á Old Trafford, en það var ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori sem skoraði markið á 13. mínútu.
Föst leikatriði og sérstaklega hornspyrnu hafa verið helsta ógn Arsenal-manna síðustu ár.
Declan Rice tók hornspyrnu inn á teiginn. William Saliba stóð í vegi fyrir Altay Bayindir sem kýldi boltann klaufalega á hausinn á Calafiori sem stangaði boltanum í netið af stuttu færi.
Bayindir virkaði heldur aumur í þessu atviki og staðan nú 1-0 Arsenal í vil.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir