Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 10:02
Elvar Geir Magnússon
„Þetta var ekki draumabyrjun fyrir Gyökeres“
Gyökeres átti ekki marktilraun í sínum fyrsta leik með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Gyökeres átti ekki marktilraun í sínum fyrsta leik með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Sænski sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í gær, þegar lið hans Arsenal vann 1-0 sigur gegn Manchester United.

Stuðningsmenn Arsenal binda vonir við að Gyökeres, sem raðaði inn mörkum fyrir Sporting Lissabon, sé púslið sem hefur vantað í þeirra lið. Hann átti hinsvegar erfitt uppdráttar í sínum fyrsta leik.

„Helsti styrkleiki Gyökeres er að nota kraft og styrleika sinn í að brjótast gegnum miðverðina og Mikel Arteta mun reyna að spila upp á að hann fái tækifæri. Honum skortir hinsvegar leikskerpu pg æfði ekki með Sporting í sumar þegar hann var að vinna í því að fá skiptin yfir til Arsenal," segir Alex Howell, fréttamaður BBC.

„Ég býst við að það muni taka smá tíma fyrir leikmenn að læra inn á hann og fínpússa kerfið svo hann geti orðið lykilmaður í sókn Arsenal. Þetta var ekki draumabyrjun fyrir Göykeres sem var tekinn af velli á 60. mínútu."

Sparkspekingurinn Danny Murphy segir að Gyökeres hafi ekki fengið þá þjónustu sem hann þurfti.

„Tölfræðin hans er ekki góð en það er vegna þess að hann reiðir sig á að samherjar sínir komi boltanum til sín. Arsenal á frábæra leikmenn með mikinn sköpunarmátt en þeir náðu ekki að þjónusta hann. Leyfum honum að aðlagast og leikmenn þurfa að ná að skapa tengsli við hann í sóknarleiknum," segir Murphy.

Tölfræði Gyökeres:
Marktilraunir - 0
Heppnaðar sendingar - 4
Hlutfall heppnaðra sendinga - 44.4%
Snertingar á boltann í vítateig andstæðingana - 3
Snertingar á boltann samtals - 22
EInvígi í loftinu - 1/6
Athugasemdir
banner