Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 20:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Bayindir verður að grípa boltann
Mynd: EPA
„Þetta var erfitt því ég tel að við sýndum að við vorum betra liðið í dag," sagði Ruben Amorim, stjóri Man Utd, eftir tap liðsins gegn Arsenal á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

„Þetta var skrítið mark en svo reyndum við allt til að skora. Smáatriði munu gera gæfumuninn í framtíðinni. Ég er stoltur af leikmönnunum. Ég hef oft sagt að leikmennirnir þurfa að aðlagast," sagði Amorim.

„Þeir börðust um hvern einasta bolta. Þeir voru hugrakkir einn á móti einum. Þeir voru svo hugrakkir, ég er svo ánægður með það."

Altay Bayindir gerði sig sekan um slæm mistök þegar honum tókst ekki að kýla boltann frá eftir hornspyrnu og Riccardo Calafiori skoraði af stuttu færi.

„Það þurfa allir að bæta sig. Markmaðurinn verður að nota hendurnar til að grípa boltann."

Amorim sagði að Andre Onana væri búinn að jafna sig af meiðslum en hann treysti á Bayindir í dag og þá var Tom Heaton á bekknum.

„Ég horfi á æfingar og leiki. Heaton og Bayindir hafa staðið sig frábærlega. Onana verður að berjast við hina," sagði Amorim.
Athugasemdir