Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 18:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Frábær sigur hjá Þór í toppbaráttunni - Dramatík í sigri Leiknis
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þór er aðeins stigi frá toppsætinu í Lengjudeildinni eftir sterkan sigur á ÍR í Breiðholti í dag.

Þór sótti hart að marki ÍR undir lok fyrri hálfleiks. Rafael Victor komst í gott færi en ÍR-ingar náðu að henda sér fyrir og bjarga í horn. Upp úr horninu átti Christian Jakobsen skalla rétt yfir markið.

Sigfús Fannar Gunnarsson komst síðan í gott færi stuttu síðar eftir laglegan undirbúning Ibrahima Balde en skaut vel yfir markið.

Eftir klukkutíma leik vildi Sigfús fá vítaspyrnu þegar Jónþór Atli Ingólfsson hélt í hann í teignum en ekkert dæmt. Stuttu síðar kom Sígfús boltanum í netið. Hann kláraði færið eftir laglega sókn Þórsara.

Það reyndist sigurmarkið. Fjórði sigur Þórs í röð og liðið er í 2. sæti með 36 stig, stigi á eftir Njarðvík sem tapaði gegn Þrótti fyrr í dag. ÍR er í 4. sæti með 33 stig, tveimur stigum á eftir Þrótti.

Leiknir vann Völsung á Húsavík en það var mikil dramatík í blálokin. Leiknir náði forystunni strax í upphafi leiks. Þorsteinn Emil Jónsson
átti fyrirgjöf og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skallaði boltann í netið.

Völsungur var nálægt því að jafna stuttu síðar en Jakob Héðinn Róbertsson skaut rétt framhjá.

Völsungur fékk nokkur færi í fyrri hálfleik til að jafna metin en Leiknir var með forystuna í hálfleik. Sergio Parla Garcia jafnaði metin fyrir Völsung þegar hann skoraði á opið markið eftir sendingu frá Jakobi.

Leiknir tók yfir leikinn í kjölfarið og Kári Steinn Hlífarsson kom liðinu aftur yfir. Í blálokin skoraði Völsungur en markið dæmt af og sigur Leiknis staðreynd.

Leiknir var á botninum eftir úrslit fyrr í dag en liðið er komið í 10. sætii með 16 stig en Völsungur er áfram í 7. sæti með 19 stig.

ÍR 0 - 1 Þór
0-1 Sigfús Fannar Gunnarsson ('62 )
Lestu um leikinn

Völsungur 1 - 2 Leiknir R.
0-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('1 )
1-1 Sergio Parla Garcia ('70 )
1-2 Kári Steinn Hlífarsson ('79 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 18 10 7 1 42 - 19 +23 37
2.    Þór 18 11 3 4 42 - 25 +17 36
3.    Þróttur R. 18 10 5 3 36 - 28 +8 35
4.    ÍR 18 9 6 3 31 - 19 +12 33
5.    HK 18 9 4 5 32 - 24 +8 31
6.    Keflavík 18 8 4 6 38 - 31 +7 28
7.    Völsungur 18 5 4 9 30 - 40 -10 19
8.    Grindavík 18 5 3 10 35 - 51 -16 18
9.    Selfoss 18 5 1 12 20 - 34 -14 16
10.    Leiknir R. 18 4 4 10 18 - 35 -17 16
11.    Fjölnir 18 3 6 9 28 - 42 -14 15
12.    Fylkir 18 3 5 10 25 - 29 -4 14
Athugasemdir