Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Siggi hæstánægður: Þetta eru erfiðustu sigrarnir að ná í
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
   sun 17. ágúst 2025 17:08
Kári Snorrason
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík sótti HK sheim í Kórinn fyrr í dag, leikar enduðu með 3-3 jafntefli í frábærum leik. Grindavík komst yfir í 1-3 stöðu, en HK-ingar komu til baka og jöfnuðu leikinn undir lok leiks. Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur mætti í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: HK 3 -  3 Grindavík

„Það var eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik og það var HK. Við vorum stálheppnir að komast inn í hálfleikinn með jafna stöðu. Við gerum mjög vel í seinni hálfleik, komumst í 1-3 stöðu í frábærum skyndisóknum og er ég hæstánægður með það. "

„Svo liggur á okkur og þegar uppi er staðið er svekkjandi að missa niður þetta forskot. En ef maður horfir í heildina getur maður verið nokkuð sáttur með stig."


Grindavík komst í betri takt í síðari hálfleik.

„Það var farið í allar klisjurnar með grunnatriði og svo framvegis. Við þurftum að verjast betur og spila einfaldari sóknarleik. Það stóð ekki steinn yfir steini í fyrri hálfleik, það var ekki nógu gott en mjög ánægður með hvernig liðið kom út í seinni hálfleik."

Fjórar umferðir eru eftir í Lengjudeildinni og er Grindavík í 8. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.

„Það er bara næsti leikur, hann er gegn Fylki og þeir náðu í frábær úrslit í dag. Það eru allir leikir erfiðir."

„Við þurfum bara að horfa í næsta leik og þurfum að halda áfram að safna stigum. Miðað við seinni hálfleikinn í dag er ég nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldinu."

Athugasemdir
banner