„Þetta var kannski óþarflega spennandi í lokin mér fannst. Mér fannst við vera fínir í bæði fyrri og seinni. Svo þegar við komumst í 5-2 slökum við aðeins á.“ sagði Bragi Karl, leikmaður FH, eftir 5-4 sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli. Bragi kom inn á og skoraði tvö mörk fyrir FH.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 5 FH
„Maður reynir alltaf sitt besta þegar maður kemur inn á. Ég er búinn að fá færri mínútur en ég vonaðist eftir í sumar, maður þarf bara að nýta tækifærin þegar þau koma. Það var bara ljúft að setja tvö í dag og sækja þrjú stig.“
Heldur þú að þessi leikur geti gefið þér auka sjálfstraust og mögulega fleiri mínútur í næstu leikjum FH?
„Maður er í þessu til að spila og maður þarf að nýta tækifærin þegar þau koma. Vonandi telur þetta eitthvað inn í næsta leik.“
FH vann á gervigrasi sem gerist ekki oft, var það eitthvað extra skemmtilegra við sigurinn í dag?
„Já það er mjög ljúft að vinna á gervigrasi. Við erum ekkert lélegri í fótbolta þótt við spilum á gervigrasi eða grasi. Ég veit ekki hvernig það var hugarfarslega en það er mjög ljúft að sleppa við þessa grýlu á gervigrasi.“
Var komið eitthvað stress undir lokin þegar þeir fóru að kýla boltann inn á teiginn ykkar?
„Mér leið ekkert mjög vel með eins marks forystu á þessum tímapunkti. En við náðum að sigla þessu heim sem betur fer. Ljúft að sækja þrjú stig hérna í Kópavoginn.“
Viðtalið við Braga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir