Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   sun 17. ágúst 2025 22:59
Sölvi Haraldsson
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Bragi Karl gerði tvennu í sigri FH í dag.
Bragi Karl gerði tvennu í sigri FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var kannski óþarflega spennandi í lokin mér fannst. Mér fannst við vera fínir í bæði fyrri og seinni. Svo þegar við komumst í 5-2 slökum við aðeins á.“ sagði Bragi Karl, leikmaður FH, eftir 5-4 sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli. Bragi kom inn á og skoraði tvö mörk fyrir FH.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  5 FH

„Maður reynir alltaf sitt besta þegar maður kemur inn á. Ég er búinn að fá færri mínútur en ég vonaðist eftir í sumar, maður þarf bara að nýta tækifærin þegar þau koma. Það var bara ljúft að setja tvö í dag og sækja þrjú stig.“

Heldur þú að þessi leikur geti gefið þér auka sjálfstraust og mögulega fleiri mínútur í næstu leikjum FH?

„Maður er í þessu til að spila og maður þarf að nýta tækifærin þegar þau koma. Vonandi telur þetta eitthvað inn í næsta leik.“

FH vann á gervigrasi sem gerist ekki oft, var það eitthvað extra skemmtilegra við sigurinn í dag?

„Já það er mjög ljúft að vinna á gervigrasi. Við erum ekkert lélegri í fótbolta þótt við spilum á gervigrasi eða grasi. Ég veit ekki hvernig það var hugarfarslega en það er mjög ljúft að sleppa við þessa grýlu á gervigrasi.“

Var komið eitthvað stress undir lokin þegar þeir fóru að kýla boltann inn á teiginn ykkar?

„Mér leið ekkert mjög vel með eins marks forystu á þessum tímapunkti. En við náðum að sigla þessu heim sem betur fer. Ljúft að sækja þrjú stig hérna í Kópavoginn.“

Viðtalið við Braga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner