Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   mán 18. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Man Utd og Arsenal: Raya bestur - Mbeumo og Cunha líflegir
Mynd: EPA
Arsenal vann Man Utd í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í gær.

Riccardo Calafiori skoraði eina mark leiksins eftir slæm mistök Altay Bayindir. Bayindir fær sex í einkunn hjá Sky Sports en Calafiori fær sjö.

Matheus Cunha og Bryan Mbeumo voru líflegir í sínum fyrsta leik fyrir Man Utd í úrvalsdeildinni. Það var einn maður sem kom í veg fyrir að þeir myndu skora en það var David Raya sem átti frábæran leik í marki Arsenal.

Raya var valinn maður leiksins að mati Sky Sports og fær átta í einkunn eins og Cunha og Mbeumo.

Man Utd: Bayindir (6), Yoro (6), De Ligt (6), Shaw (6), Dorgu (7), Dalot (6), Casemiro (7), Mount (7), Fernandes (7), Cunha (8), Mbeumo (8).

Varamenn: Amad (6), Ugarte (6), Sesko (6), Maguire (n/a).

Arsenal: Raya (8), White (6), Saliba (7), Gabriel (7), Calafiori (7), Zubimendi (6), Rice (6), Odegaard (7), Saka (7), Martinelli (6), Gyokeres (6).

Varamenn: Havertz (6), Madueke (6), Timber (6), Lewis-Skelly (6), Merino (n/a).
Athugasemdir