Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 23:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Slæmt tap hjá Atletico - Nico Williams frábær
Mynd: EPA
Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð spænsku deildarinnar í kvöld.

Tímabilið byrjar ekki vel fyrir Atletico Madrid þar sem liðið tapaði gegn Espanyol eftir að hafa komist yfir.

Julian Alvarez kom Atletico yfir með laglegu marki beint úr aukaspyrnu. Miguel Rubio jafnaði metin fyrir Espanyol og Pere Milla skoraði sigurmarkið þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.

Hann skoraði með skalla en boltinn sveif yfir Jan Oblak og hafnaði í netinu. NIco Williams kom Athletic Bilbao yfir gegn Sevilla. Bilbao náði tveggja marka forystu en Sevilla gafst ekki upp og náði að jafna metin.

Robert Navarro skoraði hins vegar sigurmarkið fyrir Bilbao eftir undirbúning Williams.

Celta 0 - 2 Getafe
0-1 Adrian Liso ('47 )
0-2 Chrisantus Uche ('72 )

Athletic 3 - 2 Sevilla
1-0 Nico Williams ('36 , víti)
2-0 Maroan Sannadi Harrouch ('43 )
2-1 Dodi Lukebakio ('60 )
2-2 Lucien Agoume ('72 )
3-2 Robert Navarro ('81 )

Espanyol 2 - 1 Atletico Madrid
0-1 Julian Alvarez ('37 )
1-1 Miguel Rubio ('73 )
2-1 Pere Milla ('84 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 1 1 0 0 3 0 +3 3
2 Vallecano 1 1 0 0 3 1 +2 3
3 Getafe 1 1 0 0 2 0 +2 3
4 Villarreal 1 1 0 0 2 0 +2 3
5 Athletic 1 1 0 0 3 2 +1 3
6 Alaves 1 1 0 0 2 1 +1 3
7 Espanyol 1 1 0 0 2 1 +1 3
8 Real Sociedad 1 0 1 0 1 1 0 1
9 Valencia 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Betis 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Elche 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Osasuna 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Real Madrid 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Sevilla 1 0 0 1 2 3 -1 0
15 Atletico Madrid 1 0 0 1 1 2 -1 0
16 Levante 1 0 0 1 1 2 -1 0
17 Girona 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Celta 1 0 0 1 0 2 -2 0
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
19 Oviedo 1 0 0 1 0 2 -2 0
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
20 Mallorca 1 0 0 1 0 3 -3 0
Athugasemdir