Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
banner
   sun 17. ágúst 2025 22:48
Sölvi Haraldsson
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinning er alls ekki góð, bara alls konar tilfinningar. Það er óásættanlegt að fá á sig 5 mörk á heimavelli. Ég er bara vonsvikinn með varnarleikinn í þessum mörkum. Sóknarleikur FH-inga er mjög beinskeyttur. Við töluðum mikið um að stoppa fyrirgjafirnar, við fyrstu sýn hefðum við getað gert betur það. En við getum ekki kastað leiknum frá okkur í 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Það er ekki í boði.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 5-4 tap gegn FH í kvöld á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  5 FH

Blikaliðið var að gera mikið af sendingarfeilum í fyrri hálfleiknum og almennum mistökum sem leiddu til færa fyrir FH liðið.

„Ég er sammála því að við vorum að gera furðuleg mistök en hvort það hafi verið vörnin veit ég ekki, mér fannst það vera allt liðið. Við vorum tapa boltanum á furðulegum stöðum, algjör óþarfi að koma þeim í góðar stöður. Mjög ólíkt okkur en við fórum inn í hálfleikinn með fína stöðu og töluðum um að laga þetta. En aftur við köstum þessu frá okkur á nokkrum mínútum í byrjun seinni hálfleiks.“

Hvað veldur að þið komið svona furðulega stemmdir út í leikinn í kvöld?

„Ég vildi að ég gæti svarað því. Ef ég hafði haldið það fyrir leik að það væri þannig þá hefði ég gert eitthvað öðruvísi en við höfum bara varla fengið á okkur færi úr opnu spili. Það að skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg. Einfalda skýringin er að komum ekki í veg fyrir fyrirgjafirnar þeirra en það eru einhver augnablik sem gerast á undan þar sem þeir ná stöðunum. Við þurfum að gera það upp hratt og örugglega og einbeita okkur að næsta verkefni.“

Þú virtist vera eitthvað óánægður með uppgefna uppbótartímann í lokin, fannst þér þetta of lítill tími?

„Ég veit það nú ekki. En jú mér fannst sérstakt að bæta við fjórum mínútum þegar þeir voru eðlilega búnir að liggja niðri mun lengur en það. En ég veit ekkert hvernig þetta virkar ef þú leggst niður í tvær mínútur bætast þá við 2 mínútur eða 30 sekúndur, ég hef ekki hugmynd um það. Þeir gerðu frábærlega vel og drápu leikinn, það er það sama og við hefðum gert í þeirra stöðu. Dómarinn tekur ákvörðun að bæta við fjórum mínútum sem var nálægt því að vera nóg fyrir okkur. Man ekki eftir að ég hafi verið ósáttur en mér fannst það lítið.“

Hefur álagið undanfarna daga áhrif á spilamennsku og hugarfar leikmanna í dag.

„Það er eitthvað sem var vitað þegar við vorum að æfa í vetur. Við ætluðum okkur þetta langt í Evrópu, þá vissum við að það yrði álag. Við höfum reynt að breyta liðinu þannig leikmenn fái hvíld. Það er nauðsynlegt. Allar rannsóknir sýna það að það er allt of lítill tími milli leikja til að endurhæfa. Við höfum reynt að búa til hvíldina milli leikja fyrir leikmenn. Við vissum að við gætum verið í þessari stöðu og við höfum reynt að búa til viku pásu milli leikja fyrir okkar leikmenn.“

Viðtalið við Dóra Árna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir