Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   sun 17. ágúst 2025 22:48
Sölvi Haraldsson
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinning er alls ekki góð, bara alls konar tilfinningar. Það er óásættanlegt að fá á sig 5 mörk á heimavelli. Ég er bara vonsvikinn með varnarleikinn í þessum mörkum. Sóknarleikur FH-inga er mjög beinskeyttur. Við töluðum mikið um að stoppa fyrirgjafirnar, við fyrstu sýn hefðum við getað gert betur það. En við getum ekki kastað leiknum frá okkur í 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Það er ekki í boði.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 5-4 tap gegn FH í kvöld á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  5 FH

Blikaliðið var að gera mikið af sendingarfeilum í fyrri hálfleiknum og almennum mistökum sem leiddu til færa fyrir FH liðið.

„Ég er sammála því að við vorum að gera furðuleg mistök en hvort það hafi verið vörnin veit ég ekki, mér fannst það vera allt liðið. Við vorum tapa boltanum á furðulegum stöðum, algjör óþarfi að koma þeim í góðar stöður. Mjög ólíkt okkur en við fórum inn í hálfleikinn með fína stöðu og töluðum um að laga þetta. En aftur við köstum þessu frá okkur á nokkrum mínútum í byrjun seinni hálfleiks.“

Hvað veldur að þið komið svona furðulega stemmdir út í leikinn í kvöld?

„Ég vildi að ég gæti svarað því. Ef ég hafði haldið það fyrir leik að það væri þannig þá hefði ég gert eitthvað öðruvísi en við höfum bara varla fengið á okkur færi úr opnu spili. Það að skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg. Einfalda skýringin er að komum ekki í veg fyrir fyrirgjafirnar þeirra en það eru einhver augnablik sem gerast á undan þar sem þeir ná stöðunum. Við þurfum að gera það upp hratt og örugglega og einbeita okkur að næsta verkefni.“

Þú virtist vera eitthvað óánægður með uppgefna uppbótartímann í lokin, fannst þér þetta of lítill tími?

„Ég veit það nú ekki. En jú mér fannst sérstakt að bæta við fjórum mínútum þegar þeir voru eðlilega búnir að liggja niðri mun lengur en það. En ég veit ekkert hvernig þetta virkar ef þú leggst niður í tvær mínútur bætast þá við 2 mínútur eða 30 sekúndur, ég hef ekki hugmynd um það. Þeir gerðu frábærlega vel og drápu leikinn, það er það sama og við hefðum gert í þeirra stöðu. Dómarinn tekur ákvörðun að bæta við fjórum mínútum sem var nálægt því að vera nóg fyrir okkur. Man ekki eftir að ég hafi verið ósáttur en mér fannst það lítið.“

Hefur álagið undanfarna daga áhrif á spilamennsku og hugarfar leikmanna í dag.

„Það er eitthvað sem var vitað þegar við vorum að æfa í vetur. Við ætluðum okkur þetta langt í Evrópu, þá vissum við að það yrði álag. Við höfum reynt að breyta liðinu þannig leikmenn fái hvíld. Það er nauðsynlegt. Allar rannsóknir sýna það að það er allt of lítill tími milli leikja til að endurhæfa. Við höfum reynt að búa til hvíldina milli leikja fyrir leikmenn. Við vissum að við gætum verið í þessari stöðu og við höfum reynt að búa til viku pásu milli leikja fyrir okkar leikmenn.“

Viðtalið við Dóra Árna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner