Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   mán 18. ágúst 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 18. umferðar - Tekið miklum framförum milli tímabila
Lengjudeildin
Sigfús Fannar Gunnarsson er leikmaður umferðarinnar.
Sigfús Fannar Gunnarsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Benedikt Daríus átti frábæra innkomu af bekknum.
Benedikt Daríus átti frábæra innkomu af bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir vann á Húsavík.
Leiknir vann á Húsavík.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Spennan eykst bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar eftir 18. umferðina sem öll var leikin í gær. Topplið Njarðvíkur tapaði fyrir Þrótti og Þór vann ÍR í hinum stórleik umferðarinnar.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Sigfús Fannar Gunnarsson var hetja Þórs og skoraði eina markið í 1-0 útisigri gegn ÍR. Sigfús hefur skorað 11 mörk á tímabilinu. Tók markið virkilega vel, sniðug afgreiðsla með hægri vinstra megin í teignum í nokkuð þröngu færi eftir að hafa skilið Marc eftir í ryinu. Sigfús fékk mjög gott færi í fyrri hálfleik en nýtti það ekki, það hafði ekki áhrif á sjálfstraustið. Var óhræddur að hlaupa á menn og hefur tekið miklum framförum milli tímabila, orðinn leikmaður sem virkilega skiptir máli í Þórsliðinu.



Þór er nú stigi frá toppnum. Ýmir Már Geirsson fær einnig pláss í liði umferðarinnar og Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari umferðarinnar.

Kári Kristjánsson var besti maður vallarins þegar Þróttur vann öflugan 3-2 útisigur gegn Njarðvík. Hann skoraði fyrsta mark Þróttar en annað markið gerði Aron Snær Ingason gegn sínu fyrrum félagi. Þróttur er í þriðja sæti og ÍR í fjórða.

HK, sem er í fimmta, gerði 3-3 jafntefli við Grindavík í mögnuðum leik. Þrátt fyrir að hafa sótt boltann þrisvar úr netinu var Matias Niemela í marki Grindavíkur valinn maður leiksins.

Skyndilega vaknaði Fylkir og það með hvelli, 4-0 gegn Keflavík. Benedikt Daríus Garðarson breytti miklu með innkomu sinni af bekknum og skoraði tvívegis. Orri Sveinn Segatta er einnig í liði umferðarinnar.

Völsungur tapaði 1-2 á heimavelli gegn Leikni. Kári Steinn Hlífarsson skoraði sigurmarkið í leiknum og Djorde Vladisavljevic var öflugur í vörn Breiðhyltinga.

Fjölnir vann langþráðan og lífsnauðsynlegan 2-1 útisigur gegn Selfossi. Daníel Ingvar Ingvarsson var góður á miðjunni hjá Fjölni og Árni Steinn Sigursteinsson síógnandi.

Fyrri úrvalslið:
17. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Leiknir)
16. umferð - Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
15. umferð - Hrafn Tómasson (Þróttur)
14. umferð - Jakob Héðinn Róbertsson (Völsungur)
13. umferð - Einar Freyr Halldórsson (Þór)
12. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 21 13 3 5 49 - 30 +19 42
2.    Þróttur R. 21 12 5 4 42 - 35 +7 41
3.    Njarðvík 21 11 7 3 47 - 25 +22 40
4.    HK 21 11 4 6 42 - 29 +13 37
5.    ÍR 21 10 7 4 37 - 25 +12 37
6.    Keflavík 21 10 4 7 49 - 38 +11 34
7.    Völsungur 21 7 4 10 36 - 48 -12 25
8.    Grindavík 21 6 3 12 38 - 58 -20 21
9.    Fylkir 21 5 5 11 32 - 31 +1 20
10.    Leiknir R. 21 5 5 11 22 - 39 -17 20
11.    Selfoss 21 6 1 14 24 - 40 -16 19
12.    Fjölnir 21 3 6 12 31 - 51 -20 15
Athugasemdir