Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 14:23
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man Utd og Arsenal: Gyökeres byrjar en Sesko á bekknum
Gyökeres er fremstur hjá Arsenal
Gyökeres er fremstur hjá Arsenal
Mynd: Arsenal
Sesko er á bekknum hjá United
Sesko er á bekknum hjá United
Mynd: Manchester United
Manchester United og Arsenal mætast í stórleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford klukkan 15:30 í dag.

Ruben Amorim og Mikel Arteta hafa tilkynnt byrjunarliðin fyrir stórleikinn og eru nokkrar óvæntar breytingar.

Harry Maguire, Kobbie Mainoo og nýi maðurinn Benjamin Sesko eru allir á bekknum hjá United, en þar er enginn Rasmus Höjlund sem er sagður á förum.

Martin Zubimendi og Viktor Gyökeres þreyta frumraun sína í keppnisleik með Arsenal. Ben White er í hægri bakverðinum og Riccardo Calafiori vinstra megin.

Noni Madueke, Cristhian Mosquera og Myles Lewis-Skelly eru allir á bekknum.

Man Utd: Bayndir, Dalot, Yoro, De Ligt, Shaw, Dorgu, Casemiro, Fernandes, Mount, Mbeumo, Cunha.

Arsenal: Raya, White, Gabriel, Saliba, Calafiori, Zubimendi, Ödegaard, Saka, Martinelli, Gyökeres.




Athugasemdir