Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eric Bailly verður áfram á Spáni
Mynd: EPA
Eric Bailly verður áfram á Spáni en hann er án félags sem stendur eftir að samningur hans við Villarreal rann út í sumar.

Bailly er 31 árs gamall miðvörður en hann er þekktastur fyrir tímann sinn hjá Man Utd frá 2016-2023. Hann gekk til liðs við United frá Villarreal en Bailly spilaði síðan með Besiktas og Marseille áður en hann sneri aftur til Villarreal

Fabrizio Romano segir frá því að hann sé mættur till Spánar í læknisskoðun hjá Real Oviedo sem er nýliði í deildinni. Liðið tapaði 2-0 gegn Villarreal í fyrstu umferð spænsku deildarinnar um helgina.

Bailly var búinn að ná munnlegu samkomulagi við Al Najma í Sádi-Arabíu en ákvað að lokum að hafna því og snýr aftur til Spánar.
Athugasemdir
banner