

'Alltaf svekkjandi að tapa, sérstaklega í leik þar sem var eiginlega bara eitt færi og þeir skora úr því'

'Við þurfum að reyna finna aftur ástríðuna fyrir þessu og hafa gaman, það þýðir ekki að fara í eitthvað volæði'
„Við erum svekktir, alltaf svekkjandi að tapa, sérstaklega í leik þar sem var eiginlega bara eitt færi og þeir skora úr því. Það er mjög svekkjandi," segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir tap gegn Þór í dag.
Það var fátt um færi í leiknum og ÍR fékk ekert sem mætti kalla dauðafæri í leiknum.
Það var fátt um færi í leiknum og ÍR fékk ekert sem mætti kalla dauðafæri í leiknum.
Lestu um leikinn: ÍR 0 - 1 Þór
„Ég er svekktur með það að við sköpuðum ekki meira, við höfum spilað nokkra svona leiki áður og þeir hafa dottið okkar megin. Þetta er bara svekkjandi. Það vantaði aðeins gæði á boltann, eiginlega í báðum liðum fannst mér. Þetta var barningur í rauninni allan leikinn, mikið um návígi og skallaeinvígi; ekkert auðvelt að vera gæinn sem tekur boltann niður og ætlar að fara spila fótbolta."
„Pétur dæmdi bara leikinn, var ekkert öðruvísi en aðrir dómarar, hallaði ekkert á annað liðið eða neitt. Fínn leikur hjá honum held ég."
ÍR er fjórum stigum frá toppnum en án sigurs í þremur leikjum.
„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt tímabil og við erum í skemmtilegri stöðu. Við höfum núna fengið tvisvar í belginn. Við þurfum að reyna finna aftur ástríðuna fyrir þessu og hafa gaman, það þýðir ekki að fara í eitthvað volæði. Það á eftir að spila fullt af leikjum. Það er barátta um umspilið, fyrsta sætið er þarna líka, mjög jöfn deild, allir leikir erfiðir, enginn auðveldur."
Það urðu talsvert mikla breytingar á liði ÍR í glugganum sem hefur verið gagnrýnt. Tveir lykilmenn fóru út í háskóla og ÍR fékk fimm menn inn. Hákon Dagur Matthíasson og Arnór Sölvi Harðarson eru þeir leikmenn sem fóru í háskóla.
„Við erum búnir að tapa leikjum, það er mjög auðvelt að segja það. En við höfum ekki gert rosalega miklar breytingar á liðinu þó að við höfum fengið menn inn. Við getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla, tvo byrjunarliðsmenn, og svo varnarmenn sem fer úr axlarlið. Maður þarf að fá inn menn í staðinn. Strákarnir sem hafa komið inn hafa gert sitt besta. Svona er bara fótboltinn. Það er mjög auðvelt að standa einhvers staðar fyrir utan og gagnrýna. Svoleiðis er bara leikurinn og gaman að það sé umfjöllun," segir Jói.
Ég held það verði ÍR-ingum að falli að hafa hrist svona mikið upp í liðinu í glugganum, fokkar ekki í blöndu sem virkar, Þórsarar á alvöru siglingu. Njarðvík virðist vera besta liðið. Meira um þetta og annað í Dr Football á morgun.
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) August 13, 2025
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 18 | 10 | 7 | 1 | 42 - 19 | +23 | 37 |
2. Þór | 18 | 11 | 3 | 4 | 42 - 25 | +17 | 36 |
3. Þróttur R. | 18 | 10 | 5 | 3 | 36 - 28 | +8 | 35 |
4. ÍR | 18 | 9 | 6 | 3 | 31 - 19 | +12 | 33 |
5. HK | 18 | 9 | 4 | 5 | 32 - 24 | +8 | 31 |
6. Keflavík | 18 | 8 | 4 | 6 | 38 - 31 | +7 | 28 |
7. Völsungur | 18 | 5 | 4 | 9 | 30 - 40 | -10 | 19 |
8. Grindavík | 18 | 5 | 3 | 10 | 35 - 51 | -16 | 18 |
9. Selfoss | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 34 | -14 | 16 |
10. Leiknir R. | 18 | 4 | 4 | 10 | 18 - 35 | -17 | 16 |
11. Fjölnir | 18 | 3 | 6 | 9 | 28 - 42 | -14 | 15 |
12. Fylkir | 18 | 3 | 5 | 10 | 25 - 29 | -4 | 14 |
Athugasemdir