Kári vann ótrúlegan 4-3 endurkomusigur á KFG, Grótta hafði betur gegn KFA og þá gerðu Kormákur/Hvöt og Haukar 2-2 jafntefli í 2. deild karla í dag.
Kormákur/Hvöt 2 - 2 Haukar
1-0 Goran Potkozarac ('1 )
1-1 Haukur Darri Pálsson ('61 )
1-2 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('68 )
2-2 Bocar Djumo ('79 )
Rautt spjald: Goran Potkozarac, Kormákur/Hvöt ('90)
Kormákur/Hvöt og Haukar skildu jöfn, 2-2, á Blönduósi.
Goran Potkozarac, einn öflugasti leikmaður deildarinnar, kom heimamönnum yfir þegar innan við mínúta var liðin af leiknum.
Haukur Darri Pálsson jafnaði hálftíma fyrir leikslok og skoraði Sigurður Hrannar Þorsteinsson sjö mínútum síðar til að koma Haukum í forystu.
Bocar Djumo bjargaði stigi fyrir heimamenn á 79. mínútu, en þeir spiluðu manni færri síðustu mínúturnar eftir að Goran fékk að líta rauða spjaldið.
Kormákur/Hvöt er í 6. sæti með 28 stig, eins og Haukar, sem eru með betri markatölu í sætinu fyrir ofan.
Kormákur/Hvöt Simon Zupancic (m), Goran Potkozarac, Papa Diounkou Tecagne (61'), Federico Ignacio Russo Anzola, Sigurður Pétur Stefánsson, Bocar Djumo (88'), Helistano Ciro Manga (74'), Matheus Bettio Gotler (61'), Jón Gísli Stefánsson (88'), Sergio Francisco Oulu, Juan Carlos Dominguez Requena
Varamenn Dominic Louis Furness (88'), Kristinn Bjarni Andrason (61'), Sigurður Bjarni Aadnegard (74'), Hlib Horan (88'), Haukur Ingi Ólafsson, Indriði Ketilsson (61'), Stefán Freyr Jónsson
Haukar Sveinn Óli Guðnason (m), Daníel Smári Sigurðsson, Eiríkur Örn Beck, Fannar Óli Friðleifsson, Haukur Darri Pálsson (74'), Sigurður Hrannar Þorsteinsson, Daði Snær Ingason (86'), Kostiantyn Iaroshenko (74'), Andri Steinn Ingvarsson, Alexander Aron Tómasson (86'), Hallur Húni Þorsteinsson
Varamenn Ævar Daði Segatta, Ísak Jónsson (74), Arnar Bjarki Björgvinsson (86), Birkir Brynjarsson (86), Guðjón Pétur Lýðsson (74), Baltasar Trausti Ingvarsson, Rafal Stefán Daníelsson (m)
Grótta 4 - 2 KFA
1-0 Kristófer Dan Þórðarson ('9 )
2-0 Björgvin Brimi Andrésson ('12 )
2-1 Eggert Gunnþór Jónsson ('25 )
2-2 Jacques Bayo Mben ('60 )
3-2 Grímur Ingi Jakobsson ('77 )
4-2 Marciano Aziz ('90 )
Grótta er í 3. sæti deildarinnar eftir 4-2 sigur liðsins á KFA á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi.
Seltirningar komust í tveggja marka forystu á fyrstu tólf mínútunum þökk sé þeim Kristófer Dan Þórðarsyni og Björgvin Brima Andréssyni.
Egert Gunnþór Jónsson minnkaði muninn á 25. mínútu og jafnaði síðan Jacques Bayo Mben metin á 60. mínútu. Flott endurkoma hjá gestunum, en gleðin varði ekki lengi því tæpum tuttugu mínútum síðar kom Grímur Ingi Jakobsson heimamönnum yfir áður en Marciano Aziz gerði út um leikinn í leikslok.
Grótta er með 32 stig í 3. sæti en KFA í 8. sæti með 24 stig.
Grótta Alexander Arnarsson (m), Grímur Ingi Jakobsson, Patrik Orri Pétursson (75'), Caden Robert McLagan, Björgvin Brimi Andrésson (60'), Axel Sigurðarson (75'), Einar Tómas Sveinbjarnarson (67'), Halldór Hilmir Thorsteinson, Kristófer Dan Þórðarson, Andri Freyr Jónasson (67'), Marciano Aziz
Varamenn Marvin Darri Steinarsson, Dagur Bjarkason (67'), Pétur Theódór Árnason, Björgvin Stefánsson (75'), Benedikt Aron Albertsson (75'), Þórður Sveinn Einarsson, Hrannar Ingi Magnússon (67')
KFA Danny El-Hage (m), Unnar Ari Hansson, Matheus Bissi Da Silva, Geir Sigurbjörn Ómarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Arkadiusz Jan Grzelak (83'), Jacques Bayo Mben, Marteinn Már Sverrisson (65'), Heiðar Snær Ragnarsson, Jawed Abd El Resak Boumeddane, Hrafn Guðmundsson
Varamenn Esteban Selpa (83), Birkir Ingi Óskarsson, Ólafur Bernharð Hallgrímsson, Arnór Berg Grétarsson, Javier Montserrat Munoz (65), Nenni Þór Guðmundsson, Milan Jelovac (m)
Kári 4 - 3 KFG
0-1 Eyþór Örn Eyþórsson ('7 )
0-2 Kári Vilberg Atlason ('30 )
0-3 Gísli Snær Weywadt Gíslason ('34 )
1-3 Börkur Bernharð Sigmundsson ('45 )
2-3 Matthías Daði Gunnarsson ('53 )
3-3 Oskar Wasilewski ('55 )
4-3 Matthías Daði Gunnarsson ('76 )
Kári vann KFG, 4-3, í stórskemmtilegum leik í Akraneshöllinni.
Gestirnir úr Garðabæ skoruðu þrjú mörk á rúmum hálftíma og voru nánast komnir með sigurinn í hendurnar. Eyþór Örn Eyþórsson, Kári Vilbergsson og Gísli Snær Weywadt Gíslason skoruðu mörkin, en heimamenn í Kára gáfust ekki upp.
Börkur Bernharð Sigmundsson kveikti neistann með marki undir lok fyrri hálfleiks. Matthías Daði Gunnarsson náði að minnka muninn niður í eitt mark á 53. mínútu og tveimur mínútum síðar jafnaði Oskar Wasilewski metin.
Stundarfjórðungi fyrir lok venjulegs leiktíma skoraði Matthías Daði annað mark sitt og um leið sigurmark Kára. Svakaleg endurkoma fullkomnuð.
Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Kára sem er með 18 stig í 10. sæti deildarinnar en KFG í 9. sæti með 20 stig.
Kári Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m), Marinó Hilmar Ásgeirsson (79'), Benjamín Mehic, Tómas Týr Tómasson, Gísli Fannar Ottesen, Marteinn Theodórsson (82'), Sveinn Svavar Hallgrímsson, Oskar Wasilewski, Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson (67'), Matthías Daði Gunnarsson, Börkur Bernharð Sigmundsson (67')
Varamenn Sigurjón Logi Bergþórsson (67'), Mikael Hrafn Helgason (82'), Axel Freyr Ívarsson (67'), Benedikt Ísar Björgvinsson, Kristian Mar Marenarson, Þór Llorens Þórðarson (79')
KFG Guðmundur Rafn Ingason (m), Helgi Snær Agnarsson, Atli Freyr Þorleifsson, Magnús Andri Ólafsson (74'), Gísli Snær Weywadt Gíslason (46'), Kári Vilberg Atlason, Arnar Darri Þorleifsson (85'), Daníel Darri Þorkelsson, Djordje Biberdzic, Jökull Sveinsson, Eyþór Örn Eyþórsson (77')
Varamenn Stefán Alex Ríkarðsson, Baldur Freyr Almarsson, Kristján Ólafsson (74), Jóhannes Breki Harðarson (46), Elvar Máni Guðmundsson (77), Dagur Óli Grétarsson (85)
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ægir | 18 | 11 | 2 | 5 | 50 - 29 | +21 | 35 |
2. Þróttur V. | 18 | 10 | 3 | 5 | 27 - 21 | +6 | 33 |
3. Grótta | 18 | 9 | 5 | 4 | 33 - 22 | +11 | 32 |
4. Dalvík/Reynir | 18 | 9 | 2 | 7 | 32 - 21 | +11 | 29 |
5. Haukar | 18 | 8 | 4 | 6 | 33 - 31 | +2 | 28 |
6. Kormákur/Hvöt | 18 | 9 | 1 | 8 | 27 - 31 | -4 | 28 |
7. Víkingur Ó. | 18 | 7 | 4 | 7 | 34 - 30 | +4 | 25 |
8. KFA | 18 | 7 | 3 | 8 | 46 - 41 | +5 | 24 |
9. KFG | 18 | 6 | 2 | 10 | 32 - 44 | -12 | 20 |
10. Víðir | 18 | 5 | 3 | 10 | 28 - 33 | -5 | 18 |
11. Kári | 18 | 6 | 0 | 12 | 25 - 46 | -21 | 18 |
12. Höttur/Huginn | 18 | 4 | 5 | 9 | 24 - 42 | -18 | 17 |
Athugasemdir